Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði, Vatnsskarði, Þverárfjalli, Bröttubrekku, Lyngdalsheiði, Öxnadalsheiði og fleiri vegum hefur verið lokað síðdegis og í kvöld vegna ófærðar.
Þá hefur veginum um Ólafsfjarðarmúla verið lokað vegna snjóflóðahættu og vissara að fólk kanni aðstæður vel á vef Vegagerðarinnar ef það þarf nauðsynlega að vera á ferðinni í kvöld.
Vegagerðin hefur varað við því að miklar vindhviður og mjög slæmt skyggni gæti orðið á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut í kvöld, en þeir vegir eru þó enn opnir.
Reykjanesbrautinni var lokað um stund fyrr í kvöld vegna umferðaróhapps, en búið er að opna veginn að nýju.