Vetrarfærð er um mestallt land og eru vegir víða ófærir eða lokaðir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og við suðurströndina. Reiknað er með slæmu ferðaveðri í dag.
Vegirnir um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku eru lokaðir, að sögn Vegagerðarinnar.
Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki liggur allt skólahald niðri á bænum og í Varmahlíð vegna óveðursins, enda appelsínugul viðvörun. Búist er við því að Holtavörðuheiði verði lokuð fram á kvöld.
Að sögn lögreglunnar hefur ekkert foktjón orðið, auk þess sem fólk hefur virt viðvaranir og haldið sig innanbæjar.