Rýmingum og hættustigi aflétt

Frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.
Frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllum rýmingum á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Einnig hefur hættustigi vegna snjóflóðahættu verið verið aflétt, en óvissustig vegna snjóflóðahættu er þó enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að rýmingu hafi verið aflétt á eftirtöldum húsum eða svæðum:

Minnihlíð og Fremri-Ós í Bolungarvík, Hraun í Hnífsdal, Múlaland 12 og 14, Seljaland 7 og 9, Höfði í Skutulsfirði, hesthúsabyggð í Engidal, rýmingareitur nr. 9 í Skutulsfirði (atvinnuhúsnæði), Ísafjarðarflugvöllur, Funi móttökustöð, eldri byggð og atvinnusvæði í Súðavík, Aðalgata nr. 34, 36 og 38 á Suðureyri, Sætún 1, 7 og 9 á Suðureyri og atvinnuhúsnæði á Suðureyri.

mbl.is