Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, en þar er þó enn í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu, eins og víðar á norðanverðum Vestfjörðum. Flateyrarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu.
Unnið er að því að rjúfa einangrun norðanverðra Vestfjarða nú þegar versta veðrið er að ganga niður.
Á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé að mokstri í Ísafjarðardúpi, en búist er við að það muni taka sinn tíma. Vegfarendur sem ætla sér frá Reykjavík um Ísafjarðardjúp eru beðnir um að leggja af stað sem fyrst, en vegfarendur sem ætla sér frá Ísafirði og suður á land eru beðnir um að leggja ekki af stað fyrr en kl. 19.
Ísafjarðardjúp: Unnið er að mokstri í djúpinu en búist er við því að það muni taka sinn tíma. Vegfarendur frá Reykjavík eru beðnir um að leggja af stað sem fyrst en vegfarendur frá Ísafirði eru beðnir um að leggja ekki af stað fyrr en um kl. 19:00. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020