Attenborough varar við hættuástandi

Sir David Attenborough varar við hættuástandi í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Sir David Attenborough varar við hættuástandi í baráttunni gegn loftslagsvánni. AFP

Sir Dav­id Atten­borough, nátt­úru­lífs­sjón­varps­maður­inn heimsþekkti, var­ar við hættu­ástandi í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. „Við höf­um verið að fresta hlut­um ár eft­ir ár, nú blas­ir við hættu­ástand,“ seg­ir Atten­borough, og nefn­ir hann gróðureld­ana í Ástr­al­íu sem dæmi. 

„Í þess­um töluðu orðum brenn­ur Ástr­al­ía. Af hverju? Af því að hita­stig jarðar er að aukast,“ seg­ir Atten­borough í viðtali við frétta­mann breska rík­is­út­varps­ins. 

Síðastliðinn ára­tug­ur hef­ur verið sá heit­asti til þessa sam­kvæmt skráðum heim­ild­um. Sam­einuðu þjóðirn­ar greindu frá þessu í dag og vöruðu við því að bú­ist væri við því að hærra hita­stig myndi stuðla að öfg­um í veðurfari á þessu ári og næstu árum.

Lofts­lags­mál voru fyr­ir­ferðar­mik­il á síðasta ári og ljóst er að raun­in verður sú sama í ár. Lít­ill sam­hljóm­ur var á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP25, sem fram fór í  Madríd í lok síðasta árs. Á ráðstefn­unni hitt­ust full­trú­ar næst­um 200 landa til að ljúka við inn­leiðingu Par­ís­arsátt­mál­ans frá ár­inu 2001 en vegna mis­mun­andi hags­muna þjóða náðist ekki sam­komu­lag, þrátt fyr­ir að víða hafi verið kraf­ist aðgerða. 

Næsta lofts­lags­ráðstefna SÞ fer fram í Glasgow í nóv­em­ber. Atten­borough seg­ir að nauðsyn­legt sé að grípa til aðgerða strax. „Við höf­um verið að fresta mark­miðum og segja: „Jæja, ef við ger­um þetta inn­an tutt­ugu ára…“ Hættu­ástandið er til staðar. Við get­um ekki leng­ur verið með und­an­brögð,“ seg­ir sir Dav­id Atten­borough.

mbl.is