Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur ákveðið að færa almannavarnastig í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum af neyðarstigi niður á óvissustig.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
Verið er að vinna í eftirmálum snjóflóðanna. Aðstæður á vettvangi fara batnandi og hefur Veðurstofa Íslands aflétt hættustigi vegna snjóflóða.
Veður fer batnandi og veðurskilyrði eru góð. Verið er að opna vegi og uppbyggingafasinn er hafinn.
Fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar að Flateyrarvegur sé enn lokaður en mokstur er áætlaður í dag. Búist er við því að það taki um fjórar klukkustundir að moka hann, sem yrði þá um þrjúleytið í dag.