Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að ryðja Flateyrarveg svo hægt verði að komast landleiðina að Flateyri, en vegurinn hefur verið ófær undanfarna daga og lokaður vegna snjóflóðahættu.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er stefnt að því að vegurinn opni núna klukkan 17:00.
Flateyrarvegur: Unnið er að mokstri og reiknað með að vegurinn opni um kl 17.00 #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2020