Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fljúga á Flateyri í dag til þess að kynna sér aðstæður og ræða við íbúa á staðnum eftir snjóflóðin tvö sem þar féllu á þriðjudagskvöld.
Gert er ráð fyrir að þyrlan fari í loftið kl. 13:30 úr Reykjavík og að ráðherrarnir verði komnir vestur um klukkustund síðar.
Ef enn verður ófært um Flateyrarveg þegar þau koma vestur munu ráðherrarnir millilenda á Ísafirði og taka Guðmund Gunnarsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar með sér yfir í Önundarfjörð, samkvæmt Tinnu Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.