„Óbreytt ofveiði mun hafa ófyrirséðar afleiðingar“

Virginijus Sinkevičius, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, og Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- …
Virginijus Sinkevičius, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, og Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, í Brussel í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, fundaði með  Virg­inijus Sin­kevičius, fram­kvæmda­stjóra sjáv­ar­út­vegs­mála Evr­ópu­sam­bands­ins, í Brus­sel í dag, að því er seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins. Þar seg­ir að staðan í samn­ingaviðræðum strand­ríkj­anna í mak­ríl, kol­munna og norsk-ís­lenskri síld auk annarra deili­stofna í Norður Atlants­hafi hafi verið rædd.

„Á fund­in­um greindi ég frá því að ég hefði gefið samn­inga­nefnd Íslands þau fyr­ir­mæli að við mynd­um beita okk­ur fyr­ir því að koma þess­um viðræðum aft­ur af stað hið fyrsta. Það er allra hag­ur að þær viðræður skili ár­angri,“ er haft eft­ir Kristján Þór á vef stjórn­ar­ráðsins.

Bend­ir stjórn­ar­ráðið á að eng­inn heild­stæður samn­ing­ur er í gildi um stjórn veiða úr stofn­un­um og veitt er langt um­fram ráðgjöf vís­inda­manna, og að Kristján Þór hafi lagt áherslu á að koma á sam­komu­lagi sem fylg­ir þeirri ráðgjöf. „Ég lagði ríka áherslu á það ná­ist sem fyrst sam­komu­lag í samn­ingaviðræðum strand­ríkj­anna í deili­stofn­um. Óbreytt of­veiði úr þess­um stofn­um mun hafa ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar og grafa und­an orðspori samn­ingsaðila sem ábyrgra fisk­veiðiþjóða,“ seg­ir ráðherr­ann.

Þá voru einnig rædd sam­skipti Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála og kom Kristján Þór á fram­færi sjón­ar­miðum ís­lenskra stjórn­valda hvað varðar af­nám tolla á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum. Sagði hann það stórt hags­muna­mál fyr­ir Ísland en um leið Evr­ópu­sam­bandið í ljósi auk­inn­ar fiskneyslu inn­an sam­bands­ins.

mbl.is