Sláandi að sjá ummerkin á Flateyri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Flateyri í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Flateyri í dag. Ljósmynd/Facebook

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé sláandi að sjá ummerki snjóflóðsins á Flateyri. Hún segir líka að það sé fallegt að skynja samheldnina og mennskuna í samfélaginu þar sem allir faðmist og þurfi ekki endilega að segja margt.

Katrín, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra flugu til Flateyrar í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Katrín fjallar um heimsóknina í færslu á Facebook.

Það er sláandi að sjá ummerki snjóflóðsins á Flateyri. Bátarnir sokknir í höfninni og húsið þar sem spýjan gekk yfir varnargarðinn þar sem unga stúlkan grófst undir. En líka fallegt að skynja samheldnina og mennskuna í samfélaginu þar sem allir faðmast og þurfa ekki endilega að segja margt,“ skrifar Katrín en ráðherrarnir kynntu sér aðstæður og ræddu við íbúa í bænum.

Það er mikilvægt að sjá aðstæður með eigin augun og skynja líka andrúmsloftið. Sömuleiðis að sjá ummerkin eftir flóðið á móti Suðureyri sem olli flóðbylgju sem skall á höfninni og neðstu húsum í byggðinni,“ skrifar Katrín enn fremur.

 

mbl.is