Snjóflóðin hafa oft valdið flóðbylgjum

Suðureyri. Ekki sást yfir fjörðinn í gær þegar myndin var …
Suðureyri. Ekki sást yfir fjörðinn í gær þegar myndin var tekin. Snjóflóðið féll norðan fjarðarins og olli flóðbylgju Ljósmynd/Valur Valgeirsson

Flóðbylgjur vegna snjóflóða norðan Súgandafjarðar eru þekktar, eins og kemur fram í Hættumati fyrir Suðureyri í Súgandafirði eftir Kristján Ágústsson og Hörð Þór Sigurðsson sem Veðurstofa Íslands gaf út 2004.

„Snjóflóð eru algeng úr norðurhlíð fjarðarins og flóðbylgjur vegna snjóflóða við Norðureyri hafa nokkrum sinnum valdið skaða á Suðureyri,“ segir í skýrslunni. Þar kemur og fram að snjóflóð séu einnig algeng í Botnsdal og víðar í firðinum.

Höfundar rekja heimildir um snjóflóð í Súgandafirði allt aftur til Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem skrásett var 1710. Þar er þess getið að snjóflóð séu tíð á norðurströnd Súgandafjarðar. Oftar en einu sinni í manna minnum höfðu þau tekið bæina á Norðureyri og Gilsbrekku.

Mjög stórt snjóflóð féll á Norðureyri árið 1836 og sagt að það hafi farið yfir fjörðinn, en líklega var þar um öldurót að ræða. Sex manns fórust á Norðureyri og braut flóðið bæinn og olli miklum skemmdum. Aftur féll stórt snjóflóð á Norðureyri árið 1882 og olli skaða sunnan fjarðar. Sama er að segja um stórt snjóflóð á Norðureyri sem féll árið 1909, að því er fram kemur í sögu snjóflóða vestra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: