Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri hefur verið útskrifuð af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, samkvæmt heimildum mbl.is.
Örn Erlendur Ingason, læknir á Ísafirði, greindi frá því í gær að líðan stúlkunnar væri góð eftir atvikum. Hún hefði verið bæði þrekuð og þreytt en allt benti til þess að hún myndi ná sér að fullu.