Þarf að yfirfara hættumatið

Katrín Jakobsdóttir á Flateyri fyrr í dag.
Katrín Jakobsdóttir á Flateyri fyrr í dag. Ljósmynd/Lísa Kristjánsdóttir

Það er ljóst að það þarf aug­ljós­lega að yf­ir­fara hættumatið eft­ir svona viðburð og það verður auðvitað gert,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún er spurð um hvað ríkisstjórnin hyggist gera varðandi snjóflóðavarnir eftir flóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri á þriðjudagskvöld.

Katrín, Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra flugu til Flat­eyr­ar í dag með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þaðan fóru þau til Suðureyrar og Ísafjarðar. Katrín segir líklegt að flóðið á Flateyri hafi verið stærra en mannskæða flóðið sem féll á bæinn 1995.

Formenn stjórnarflokkanna þriggja lentu á Flateyri um miðjan daginn.
Formenn stjórnarflokkanna þriggja lentu á Flateyri um miðjan daginn. Ljósmynd/Lísa Kristjánsdóttir

„Hvað varðar of­an­flóðasjóð al­mennt og snjóflóðavarn­ir var það áætl­un­in að ljúka þeirri upp­bygg­ingu 2010. Það er ljóst að það tókst ekki og mun ekki tak­ast að ljúka henni fyr­ir 2020 eins og næsta takmark gerði ráð fyrir,“ segir Katrín.

„Auðvitað er sláandi að sjá þetta tjón en um leið er svo mikil samheldni í samfélaginu. Allir eru bara að styðja hver annan og moka frá húsum. Það var líka ótrúlega fallegt.“

mbl.is