Til stendur að tvær þingnefndir Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd og allsherjar- og menntamálanefnd, boði til sameiginlegs fundar vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri.
Þetta staðfestir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við mbl.is.
Hugmyndin sé að hægt verði að fara yfir málið meðal annars með sérfræðingum þegar búið sé að safna saman upplýsingum og varpa nægjanlegu ljósi á málið.