Krúttlegur kópur fannst í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun.
Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar að móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og var því haft samband við Húsdýragarðinn.
Þar fær kópurinn þá hjálp sem hann þarf á að halda.