Skýrslutökur og gagnöflun standa enn yfir

Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgun 39 ferðamanna.
Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgun 39 ferðamanna.

Skýrslutökur og gagnöflun standa enn yfir í rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á máli 39 ferðamanna sem lentu í hrakningum í vélsleðaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland 7. janúar.

Þetta segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. 

Formlegar skýrslutökur af starfsmönnum og forsvarsfólki Mountaineers eru hafnar. Um er að ræða umfangsmikla rannsókn, sem gæti tekið talsverðan tíma, að sögn Elísar.

mbl.is