Fiskurinn unninn betur í stærri bátum

Trefjar við Óseyrarbraut í Hafnarfirði hafa framleitt fjölda báta og …
Trefjar við Óseyrarbraut í Hafnarfirði hafa framleitt fjölda báta og er helsti markaður fyrirtækisins erlendis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Breyt­ing á mönn­un­ar­kröfu báta, sem voru milli tólf til fimmtán metra lang­ir, í króka­afla­marks­kerf­inu sem samþykkt var á Alþingi í des­em­ber er ekki lík­leg til þess að hafa áhrif á stærð báta sem Trefjar í Hafnar­f­irði smíða.

„Það hef­ur verið mik­ill hvati fyr­ir út­gerðirn­ar að halda sig und­ir tólf metr­um, en við erum með tvær ný­smíðar í gangi fyr­ir inn­lenda aðila og ann­ar er und­ir tólf metr­um en hinn yfir,“ seg­ir Högni Bergþórs­son, tækni- og markaðsstjóri skipa­smiðjunn­ar Trefja.

„Stærstu út­gerðirn­ar í króka­afla­marks­kerf­inu hafa nú þegar valið að vera á bát­um yfir tólf metr­um þrátt fyr­ir hvat­ann til að vera und­ir tólf metr­um. Þær vildu vera í fimmtán metra bát­um. Þeir bát­ar eru þegar til staðar og hannaðir. Þetta get­ur gert það að verk­um að þeir sem hafa verið að rembast við að vera und­ir tólf metr­um þurfa þess ekki leng­ur.“ Hann bæt­ir við að um­rædd breyt­ing á um­gjörð veiðanna krefj­ist ekki nýrr­ar hönn­un­ar á stærri plast­bát­um enda búi fyr­ir­tækið þegar yfir slíkri hönn­un.

Er­lend­ir markaðir

„Við erum með til­tölu­lega fá verk­efni inn­an­lands, en þau eru í stærri kant­in­um,“ seg­ir Högni. Verk­efni Trefja eru þó mun fleiri er­lend­is og hef­ur fyr­ir­tæk­inu tek­ist að af­henda tals­verðan fjölda báta. „Við erum í stöðugum þreif­ing­um á er­lend­um mörkuðum og okk­ur geng­ur þokka­lega.“

Spurður hvort Nor­eg­ur sé mik­il­væg­asti markaður fyr­ir­tæk­is­ins í ljósi þess fjölda báta sem seld­ur er þangað seg­ir Högni markaðinn breyt­ast milli ára. „Nor­eg­ur hef­ur í nokkuð mörg ár verið traust­ur markaður fyr­ir okk­ur, en hann sveifl­ast frá ári til árs. Ég myndi ekki segja að hann væri al­veg stöðugur. En svo höf­um við líka verið að selja til Frakk­lands og Bret­lands. Þessi þrjú lönd eru stærstu markaðirn­ir en síðan erum við af og til með verk­efni ann­ars staðar.“

Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri skipasmiðjunnar Trefja.
Högni Bergþórs­son, tækni- og markaðsstjóri skipa­smiðjunn­ar Trefja.

Högni kveðst ekki geta sett ná­kvæma tölu á það hversu marga báta fyr­ir­tækið smíði á árs­grund­velli, þar sem um­fang smíðanna sé mis­mun­andi eft­ir gerð. „Það er rosa­leg­ur mun­ur á smíðum stærsta báts­ins okk­ar og þeim minnsta. Miðað við um­fangið á þess­um bát­um gæt­um við smíðað sex eða sjö af þeim minnsta á móti ein­um af stærstu gerðinni. Þannig að á und­an­förn­um hátt í tutt­ugu árum höf­um við mest smíðað þann minnsta og þá erum við að smíða bát á tíu daga fresti. Þetta eru oft­ast um tíu til 20 bát­ar á ári – velt­ur á stærð og sam­setn­ingu teg­unda.“ Hann bæt­ir við að þetta geri það að verk­um að velta Trefja geti þess vegna verið svipuð milli ára þótt fjöldi báta sé ólík­ur.

Fleiri hend­ur vant­ar

Árið 2020 virðist verða nokkuð gott hjá fyr­ir­tæk­inu. „Við erum bara bjart­sýn, 2020 er upp­selt og við erum kom­in með ein­hver verk­efni 2021,“ seg­ir Högni og út­skýr­ir að tíma­mörk skipti tals­verðu hvað sölu varðar. Er það vegna þess að viðskipta­vin­ir eru al­mennt ekki til­bún­ir að bíða meira en eitt og hálft ár. Reynsl­an hafi sýnt að sé biðtím­inn lengri skapi það erfiðar for­send­ur fyr­ir sölu.

„Við höf­um verið að bæta tals­vert við okk­ur af fólki á und­an­förn­um miss­er­um, með fleiri starfs­mönn­um get­um við af­kastað meiru,“ seg­ir hann. „Við höf­um verið að aug­lýsa eft­ir fólki og okk­ur vant­ar starfs­fólk. Í þess­ari fram­leiðslu okk­ar er kraf­ist mann­skaps með fjöl­breytta iðnmennt­un. Raf­virkja, vél­virkja, smiða og plastiðnaðarmanna. [...] Saga plastiðnaðar­mennt­un­ar er glopp­ótt og reynt hef­ur verið að koma henni á nokkr­um sinn­um og það hef­ur skilað okk­ur ágæt­is starfs­fólki, en ekki tek­ist til lang­frama. Það er þekkt­ara er­lend­is að fólk hafi menntað sig í þessu.“

Napp er einn þeirra báta sem hafa evrið seldir til …
Napp er einn þeirra báta sem hafa evrið seld­ir til Nor­egs. Ljós­mynd/​Báta­smiðjan Trefjar

Raf­væðing­in dýr

„Í grunn­inn eru kerf­in lík og má segja að þessi stækk­un sem hef­ur orðið á Íslandi í leyfi­legri stærð á bát­um hafi gert það að verk­um að það er hægt að setja meiri búnað í bát­ana og vinna fisk­inn bet­ur og leng­ur um borð en hægt var áður. Þar af leiðandi erum við að setja búnað um borð til blóðgun­ar og slæg­ing­ar, sem var óhugs­andi fyr­ir fimmtán árum,“ svar­ar Högni spurður um þróun síðustu ára.

Hann seg­ir aukna áherslu á meng­un­ar­mál hafa kallað á að vél­ar séu full­komn­ari og skili minni út­blæstri. „Svo fylgj­umst við stöðugt með þró­un­inni eins og raf­væðingu; menn eru í aukn­um mæli að reyna að minnka kol­efn­is­sporið.“ Tel­ur hann raf­væðing­una þó ekki að fullu raun­hæfa lausn fyr­ir alla grein­ina þrátt fyr­ir að tækn­in sé til. „Það er bara þannig að þessi búnaður er dýr ennþá. Ef hann á að fá eitt­hvert braut­ar­gengi verða stjórn­völd að styrkja þetta svo þetta verði raun­hæf­ur kost­ur fyr­ir út­gerðir. Svo þarf að sjá til þess að það sé aðgang­ur að raf­magni í höfn­um. Staðan er bara þannig að dísi­lol­ía er í sam­an­b­urði ódýr og þess­ar lausn­ir geta ekki keppt við hana ennþá, en tækni­lega er ekk­ert í vegi þess.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: