Áfram öfgar í veðrinu

Við þinghúsið í Canberra í dag.
Við þinghúsið í Canberra í dag. AFP

Þrum­ur og risa­hagl­él fylgdi í kjöl­far mold­roks í aust­ur­hluta Ástr­al­íu í dag þannig að ekk­ert lát er á öfga­kenndu veðurfari í land­inu. Frá því í októ­ber hafa for­dæma­laus­ir gróðureld­ar geisað í hita­bylgju. Gríðarlegt land­flæmi hef­ur eyðilagst, hundruð millj­óna dýra drep­ist og yfir tvö þúsund heim­ili eyðilagst. 29 manns hafa lát­ist í eld­un­um. 

Moldrok í Mullengudgery í Nýja Suður-Wales.
Mold­rok í Mul­lengudgery í Nýja Suður-Wales. AFP

Hagl­él og rok herjaði meðal ann­ars á íbúa í höfuðborg­inni, Can­berra, í morg­un og má sjá á mynd­skeiðum hvernig grein­ar rifnuðu af trjám. Var fólk beðið um að reyna að koma bif­reiðum sín­um í skjól og fjarri trjám og raf­magns­lín­um. 

AFP

Veður­stofa Ástr­al­íu hef­ur beðið fólk í Nýja Suður-Wales, þar á meðal Syd­ney, að búa sig und­ir óveðrið sem sé í vænd­um. Hætta sé á skemmd­um í óveðrinu, meðal ann­ars sé von á þrum­um, miklu hvassviðri, hagl­éli og úr­hell­is­rign­ingu. 

Moldrok í Ástralíu.
Mold­rok í Ástr­al­íu. AFP
mbl.is