Kristján Þór fer á fund nefndarinnar

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, verður gest­ur á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is á miðviku­dag.

Efni fund­ar­ins verður frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi ráðherr­ans í ljósi stöðu hans gagn­vart út­gerðarfyr­ir­tæk­inu Sam­herja.

Fund­ur­inn hefst klukk­an 9 um morg­un­inn.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd sendi fyr­ir um mánuði upp­lýs­inga­beiðni til at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins vegna frum­kvæðis­at­hug­un­ar á hæfi Kristjáns Þórs í tengsl­um við Sam­herja­málið.

„Á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, 6. des­em­ber 2019, samþykkti fjórðung­ur nefnd­ar­manna að hefja frum­kvæðis­at­hug­un á hæfi Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í ljósi stöðu hans gagn­vart út­gerðarfyr­ir­tæk­inu Sam­herja,“ sagði í beiðninni til ráðuneyt­is­ins.

„At­hug­un­in lúti að verklagi ráðherra ásamt verk­ferl­um og fram­kvæmd ráðherra sem og ráðuneyti hans í tengsl­um við Sam­herja og tengd fé­lög, skv. skil­grein­ing­um í lög­um um árs­reikn­inga. Hæfi ráðherra skuli skoðað með til­liti til skráðra sem og óskráðra hæfis­reglna stjórn­sýslu­rétt­ar.“

Ekki sjálf­gefið að starfsmaður sé van­hæf­ur

Í svari sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins kem­ur fram að regl­ur stjórn­sýslu­slaga um sér­stakt hæfi starfs­manna stjórn­sýsl­unn­ar séu í eðli sínu per­sónu­bundn­ar á þann hátt að þær taki til til­vika sem varða viðkom­andi starfs­mann per­sónu­lega. „Því er það að lok­um hlutaðeig­andi starfsmaður sjálf­ur sem best get­ur gert sér grein fyr­ir því hvort hann sé van­hæf­ur eða ekki til meðferðar máls. Það er hins veg­ar eng­an veg­inn sjálf­gefið að starfsmaður sé van­hæf­ur þótt hann kunni að hafa tengsl við hags­muni í mál­inu.“

Eng­in tengsl önn­ur en að þekkja aðal­eig­anda

Síðar í svar­inu er vísað í Face­book-færslu ráðherr­ans þar sem hann seg­ist hæf­ur til að taka ákv­arðanir er varða sjáv­ar­út­veg­inn í heild sinni. Ef komi upp mál sem snerta Sam­herja sér­stak­lega muni hann meta hæfi sitt í ljósi fram­an­greinds líkt og all­ir stjórn­mála­menn þurfi að gera þegar fjöl­skyldu-, vina- og kunn­ingja­tengsl gætu haft áhrif á af­stöðu til ein­stakra mála.

„Með hliðsjón af því að ráðherra á engra hags­muna að gæta gagn­vart fyr­ir­tæk­inu og á eng­in tengsl við það önn­ur en að hafa um ára­tuga­skeið þekkt einn aðal­eig­anda fé­lags­ins, þáver­andi for­stjóra þess, var það mat ráðherra að þau tengsl yllu ekki van­hæfi hans í mál­um sem vörðuðu ekki mik­ils­verða hags­muni. Í því fólst að starfs­menn ráðuneyt­is­ins voru hæf­ir til af­greiðslu stjórn­valds­úrsk­urða sem beind­ust að fé­lag­inu,“ seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins.

mbl.is