Krefjast rannsóknar á söluvirði sjávarafurða

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, undirritar tilkynningu þar sem skorað …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, undirritar tilkynningu þar sem skorað er á stjórnvöld að rannsaka söluvirði sjávarafurða. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands Íslands skor­ar á stjórn­völd að láta fara fram óháða rann­sókn á sölu­v­irði afurða í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sjó­manna­sam­band­inu. Þar seg­ir jafn­framt að gera megi ráð fyr­ir því að milli­verðlagn­ing sjáv­ar­fangs sé mjög al­geng.

Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur einnig farið fram á rann­sókn á sölu­v­irði sjáv­ar­fangs, einkum verðmynd­un mak­ríls á ár­un­um 2012 til 2018.

„Ætla má að ís­lenskt sam­fé­lag verði af gríðarleg­um fjár­mun­um ef rétt reyn­ist. Það er því ský­laus krafa samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­sam­bands Íslands að fram fari vönduð, óháð op­in­ber rann­sókn á end­an­legu sölu­v­irði út­flutn­ings sjáv­ar­af­urða og hvað af raun­veru­leg­um verðmæt­um skil­ar sér til Íslands.“

Þá er einnig áréttað að verka­lýðsfé­lagið hafi áhyggj­ur af end­ur­vi­gt­un­ar­leyf­um fisk­vinnslu­hafa í ljósi þess að „ít­rekað hafi verið sýnt fram á mis­mun á ís­pró­sentu,“ full­yrðir fé­lagið og seg­ir mjög mik­inn mun vera ís­hlut­falli eft­ir því sem vigt­un er und­ir eft­ir­liti Fiski­stofu eða ekki.

„Í þess­um mál­um báðum eru gíf­ur­leg­ir fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir bæði sjó­menn og þjóðfé­lagið í heild sinni,“ seg­ir að lok­um. Und­ir til­kynn­ing­una rit­ar Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands­ins.

mbl.is