Ríkisstjórn Spánar lýsir yfir neyðarástandi

Ríkisstjórn Pedro Sanchez tók við 13. janúar og ætlar sér …
Ríkisstjórn Pedro Sanchez tók við 13. janúar og ætlar sér stóra hluti í loftslagsmálum. AFP

Rík­is­stjórn Spán­ar hef­ur lýst yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um og heitið því að leggja fram drög að frum­varpi um orku­skipti inn­an 100 daga. 

Rík­is­stjórn­in, sem leidd er af for­sæt­is­ráðherr­an­um Pedro Sanchez, tók við stjórn Spán­ar 13. janú­ar síðastliðinn. Í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar nýju seg­ir að áætlað sé að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með það að mark­miði að Spánn verið kol­efn­is­hlut­laus árið 2050. Verður það helst gert með því að skipta yfir í end­ur­nýj­an­lega orku.

Jafn­framt ætl­ar rík­is­stjórn­in að upp­færa stefnu Spán­ar í lofts­lags­mál­um og geng­ur jafn­vel svo langt að lofa því að hliðsjón verði höfð af lofts­lags­mál­um í öll­um ákvörðunum inn­an allra ráðuneyta rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is