Von er á suðvestanhríð annað kvöld og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir víða. Búast má við samgöngutruflunum og lokanir á vegum eru líklegar.
Við Breiðafjörð tekur viðvörunin gildi klukkan 21 annað kvöld og gildir til klukkan 8 á fimmtudagsmorgun. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast meðveðurspám.“
Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá klukkan 20 annað kvöld til klukkan 8 á fimmtudag. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er viðvörun í gildi frá klukkan 21 annað kvöld og gildir líkt og annars staðar til 8 morguninn eftir. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“
Á miðhálendinu gildir viðvörunin frá klukkan 19 til klukkan 9 morguninn eftir, 23. janúar. „Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Einnig má búast við talsverðum éljagangi með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“
Minnkandi suðvestanátt, 5-13 m/s eftir hádegi og él eða slydduél, en bjart austan til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Gengur í sunnan 13-20 í kvöld og nótt með talsverðri rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýnandi, hiti 5 til 13 stig um hádegi á morgun, hlýjast norðaustan til. Snýst í suðvestan 15-23 síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert.
Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 15-23 m/s og éljagangur, en léttskýjað austan til á landinu. Frost 0 til 4 stig.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma eða él, en þurrt austanlands. Vægt frost. Vaxandi suðaustanátt sunnan til um kvöldið með snjókomu og hægt hlýnandi veðri.
Á laugardag:
Hvöss austlæg átt, slydda með suðurströndinni en annars snjókoma. Hiti 0 til 3 stig syðst en annars vægt frost.
Á sunnudag:
Líkur á hvassri suðvestlægri átt, snjókomu norðvestan til framan af degi, annars hægari og él, en bjart með köflum austan til. Kólnandi.
Á mánudag:
Útlit fyrir fremur hæga austlæga átt og bjartviðri í flestum landshlutum. Kalt í veðri.