Styrkir Afstöðu um 2 milljónir

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Ásmundur Einar Daðason, félags- …
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, veitti Af­stöðu, fé­lagi fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, tveggja millj­óna króna styrk en fé­lagið er 15 ára í dag.

Fé­lagið Afstaða var stofnað af föng­um á Litla-Hrauni 23. janú­ar 2005. Mark­mið fé­lags­ins er að vinna að tæki­færi fyr­ir fanga til ábyrgðar, end­ur­reisn­ar og að búa þeim skil­yrði til far­sæll­ar end­ur­komu út í sam­fé­lag manna.

„Mál­efni fanga hafa verið mikið í umræðunni und­an­farið. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, skipaði í júní 2018 starfs­hóp um bætt­ar fé­lags­leg­ar aðstæður ein­stak­linga sem lokið hafa afplán­un refs­ing­ar í fang­elsi og tók ráðherra form­lega við skýrslu hóps­ins 12. des­em­ber sl.

Við gerð skýrsl­unn­ar var meðal ann­ars horft til fyr­ir­komu­lags á Norður­lönd­un­um og á Englandi en að mati starfs­hóps­ins er ljóst að bata­úr­ræði séu ekki tæk nema horft sé á heild­ræn­an hátt á allt tíma­bilið, frá því að dóm­ur er kveðinn upp þar til eft­ir afplán­un. Megin­áhersla verði lögð á mennt­un, starf­send­ur­hæf­ingu, sál­fræðiþjón­ustu, fé­lags­ráðgjöf og, í þeim til­vik­um sem það á við, fíkni­ráðgjöf. Í skýrsl­unni er einnig lagt til að boðið verði upp á fjöl­breytta og ein­stak­lings­miðaða þjón­ustu og ráðgjöf á meðan beðið er eft­ir betr­un­ar­vist. Þjón­ust­an verði bæði fyr­ir fanga og fjöl­skyld­ur þeirra, auk þess sem fjöl­breytt úrræði standi þeim til boða að vist lok­inni.

Rík­is­stjórn Íslands hef­ur samþykkt að í byrj­un árs 2020 verði sett­ur á fót stýri­hóp­ur und­ir for­mennsku fé­lags­málaráðuneyt­is­ins með breiða skír­skot­un sem falið verði að fylgja eft­ir til­lög­um skýrsl­unn­ar og mun Afstaða eiga full­trúa í þeim stýri­hópi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins.

mbl.is