Þrír létust við slökkvistörf

00:00
00:00

Þrír Banda­ríkja­menn lét­ust þegar flug­vél þeirra brot­lenti í fjall­lendi í Ástr­al­íu í nótt. Þre­menn­ing­arn­ir voru að varpa vatns­sprengj­um á kjar­relda þegar slysið varð. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá áströlsk­um yf­ir­völd­um varð Hercu­les C-130 flug­vél þeirra al­elda þegar hún brot­lenti í þjóðgarðinum við Snowy-fjöll skömmu fyr­ir klukk­an 13:30 að staðar­tíma, klukk­an 2:30 í nótt að ís­lensk­um tíma. Ekki er vitað hvað olli slys­inu en að sögn slökkviliðsstjóra dreif­býl­is í Nýja Suður-Wales, Shane Fitzsimmons, var mjög hvasst á þess­um slóðum og mjög erfitt er að fljúga með vatnstank­ana vegna þess. Fjöl­mennt lið slökkviliðsmanna er að berj­ast við skógar­elda á þess­um slóðum en alls hafa kjar­reld­arn­ir  sem geisað hafa frá því í sept­em­ber kostað 32 manns­líf. 

Þre­menn­ing­arn­ir voru gríðarlega reynslu­mikl­ir slökkviliðsmenn og störfuðu fyr­ir kanadíska fé­lagið Coul­son Aviati­on sem hef­ur verið ráðið til starfa í bar­átt­unni við eld­ana. 

C-130 Hercules-þota að störfum í Nýja Suður-Wales.
C-130 Hercu­les-þota að störf­um í Nýja Suður-Wales. AFP
mbl.is