„Aldrei of seint að vinna með áfallastreitu“

Frá Flateyri eftir að snjóflóðin féllu þar.
Frá Flateyri eftir að snjóflóðin féllu þar. mbl.is/Hallur Már

Lögreglan á Vestfjörðum býður þeim íbúum sem finna fyrir einkennum áfallastreitu eða glíma við slæma líðan í kjölfar snjóflóðanna sem féllu fyrr í mánuðinum viðtal við sálfræðing.

Fram kemur á facebooksíðu lögreglunnar að á íbúafundum sem voru nýlega haldnir vegna flóðanna hafi komið fram að áfram yrði unnið með íbúum á svæðinu.

Þar segir að sálfræðingurinn muni meta stöðuna með viðkomandi með tilliti til áframhaldandi meðferðar.

„Það er aldrei of seint að vinna með áfallastreitu eða aðrar afleiðingar áfalla.“

mbl.is