Framtíðartekjur sagðar í húfi

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir mikilvægt að gefinn sé …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir mikilvægt að gefinn sé út lítill loðnukvóti til þess að halda mörkuðum opnum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Af­leiðing­ar loðnu­brests annað árið í röð gætu orðið al­var­legri en marg­ir hafa talið, að sögn Sig­ur­geirs Brynj­ars Krist­geirs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Hann tel­ur nauðsyn­legt að gefa út lít­inn kvóta til þess að halda mörkuðum opn­um.

„Loðna og loðnu­hrogn eru mik­il­væg neyslu­vara víða er­lend­is. Stærstu markaðir loðnu­af­urða eru í Asíu og þá einkum og sér í lagi Jap­an en einnig meðal rúss­nesku­mæl­andi þjóða. Veiðist ekki loðna annað árið í röð blas­ir ein­fald­lega við al­var­legt ástand og skaðinn kann að verða var­an­leg­ur að ein­hverju leyti. Fram­leiðend­ur loðnu­af­urða í Jap­an eru til að mynda inn­an við tutt­ugu tals­ins.

Mörg þess­ara fyr­ir­tækja eru til­tölu­lega lít­il en önn­ur risa­stór. Lít­il og sér­hæfð fyr­ir­tæki í Jap­an munu mörg hver loka loðnu­vinnsl­um sín­um eða snúa sér að öðrum afurðum til að reyna að bjarga rekstr­in­um,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar.

Loðnuhrogn er verðmæt afurð sem seld er til Japan.
Loðnu­hrogn er verðmæt afurð sem seld er til Jap­an. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Lít­ill kvóti tryggi markaði

Hann seg­ir það geta haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sölu loðnu­af­urða til framtíðar hverfi þær af vöru­list­um stór­markaða enda get­ur það tekið allt að heilt ár að koma afurðunum á markað á nýj­an leik. „Markaður fyr­ir þess­ar afurðir dregst því sam­an í ein­hvern tíma en hverf­ur hrein­lega að hluta. Hér eru því ekki ein­ung­is í húfi tekj­ur árs­ins af loðnu­veiðum og út­flutn­ingi loðnu­af­urða held­ur framtíðar­tekj­ur á mik­il­væg­um mörkuðum og afar mik­il­væg viðskipta­tengsl.“

Til þess að mæta þess­ari hættu er hægt að gefa út lít­inn loðnu­kvóta til þess að halda mörkuðum opn­um án þess að það feli í sér mikla áhættu fyr­ir líf­ríkið, að mati Sig­ur­geirs Brynj­ars. „Þegar litið er til sögu mars-ralls Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, tog­ar­arallið svo­kallaða þar sem skoðað er magn loðnu í maga þorsks, seg­ir það okk­ur að þrátt fyr­ir að það sé gef­inn út lít­ill kvóti og sagt að sé lít­il loðna þá er gletti­lega mikið magn loðnu við landið.“

Skort­ir rann­sókn­ir

Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir áhyggju­efni að ráðist hafi verið í upp­sagn­ir hjá Haf­rann­sókna­stofn­un þrátt fyr­ir inn­heimtu veiðigjalda sem hafi verið ætlað að tryggja aukið fjár­magn í rann­sókn­ir á líf­ríki hafs­ins. „Þegar Haf­rann­sókna­stofn­un leitaði eft­ir því fyrst að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in sendu skip til loðnu­leit­ar þótti ástæða til að minna á að veiga­mik­il rök fyr­ir veiðigjöld­um voru m.a. fjár­mögn­un á haf­rann­sókn­um,“ svar­ar hann spurður um deil­ur um kostnaðarþátt­töku út­gerða í loðnu­leit stofn­un­ar­inn­ar í þess­um mánuði.

„Hvað sem líður karpi um hver eigi að borga 100 til 200 millj­ón­ir króna fyr­ir loðnu­leit­ina, blas­ir við að ríkið sinn­ir ekki grunn­rann­sókn­um á loðnu, svo ein­kenni­legt sem það nú er. Síðustu grunn­rann­sókn­ir á loðnu fram­kvæmdi Bjarni Sæ­munds­son árið 1927 og ým­is­legt hef­ur nú gerst á hart­nær heilli öld. Æpandi skort­ur á grunn­rann­sókn­um á loðnu varðar í hæsta máta al­manna­hags­muni,“ bæt­ir hann við.

Al­manna­hags­mun­ir

Loðnu­vertíð er ekki sér­hags­muna­mál út­gerðanna held­ur varðar hún al­manna­hag enda geti hún skilað um 20 millljörðum til þjóðarbús­ins, að sögn Sig­ur­geirs Brynj­ars sem kveðst hafa yf­ir­fært út­reiknað skatt­spor KPMG fyr­ir Vinnslu­stöðina um skipt­ingu tekna af mak­ríl­veiðum Íslend­inga og sýndi það að af hverj­um 100 krón­um rynnu 85 krón­ur til sam­fé­lags­ins. „Ábyggi­lega dett­ur samt ein­hverj­um álits­gjöf­um í hug að halda því fram, og trúa því ábyggi­lega sjálf­ir, að það varði fyrst og fremst hags­muni út­vegs­manna og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hvort loðna veiðist eða ekki,“ seg­ir hann.

Loðnubrestur er sagður hafa áhrif á alla.
Loðnu­brest­ur er sagður hafa áhrif á alla. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón M. Jónu­son

„Ef við upp­lif­um loðnu­brest annað árið í röð yrði efna­hags­legt tjón meira og víðtæk­ara en fólk get­ur al­mennt gert sér grein fyr­ir, bæði hér heima og líka á mörkuðum okk­ar er­lend­is,“ ít­rek­ar fram­kvæmda­stjór­inn og bæt­ir við að tekju­brest­ur­inn hafi ekki bara áhrif á út­gerðarfyr­ir­tæk­in. „All­ir sem koma við sögu þurfa að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar, hvort sem talað er um fyr­ir­tæki, fjöl­skyld­ur eða ein­stak­linga. Af­borg­an­ir lána falla í gjald­daga hvort sem loðnan finnst eða ekki.“

Hann seg­ir hins veg­ar loðnu­vertíð auka tekj­ur sjáv­ar­út­vegs­ins og þar með líka skatt­tekj­ur rík­is­ins af fyr­ir­tækj­um og starfs­fólki í grein­inni, sem og skatt­tekj­ur af af­leiddri þjón­ust­u­starfs­semi. „Sjó­menn, land­verka­fólk og iðnaðar­menn afla sér meiri tekna og jaðar­tekj­ur þeirra aukast líka. Þetta á sér einnig stað hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um. Jaðar­tekj­ur þeirra af loðnu­veiðum eru mikl­ar. Þau eiga öll sín tæki og tól klár til veiða. Engra viðbótar­fjárfest­inga er þörf.“

Loðnu­brest­ur aldrei tvö ár í röð

Loðnu­veiðar hóf­ust við strend­ur lands­ins árið 1963 og hef­ur frá þeim tíma aldrei gerst að loðnu­brest­ur hafi orðið tvö ár í röð. Fram kem­ur í Hag­sjá Lands­bank­ans að loðna hafi verið ein mik­il­væg­asta út­flutn­ings­vara sjáv­ar­af­urða og skilað mestu verðmæt­un­um á eft­ir þorski eða um 18,1 millj­arði króna á ári 2016 til 2018.

Vest­manna­eyj­ar hafa verið stærsta lönd­un­ar­höfn loðnu á síðari árum og hef­ur um 29% veiddr­ar loðnu verið landað þar, en tekj­ur fyr­ir­tækj­anna af loðnu hafa verið um 5,8 millj­arðar króna. Næst­stærsta lönd­un­ar­höfn­in er Nes­kaupstaður þar sem 22% af loðnu hef­ur verið landað.

Loðnan skiptir miklu máli í Vestmannaeyjum, en 29% af veiddri …
Loðnan skipt­ir miklu máli í Vest­manna­eyj­um, en 29% af veiddri loðnu er landað í höfn Heima­eyj­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: