Lögregluþjónn handtekinn í Namibíu

Þrír hafa nú alls verið handteknir fyrir að hjálpa sexmenningunum, …
Þrír hafa nú alls verið handteknir fyrir að hjálpa sexmenningunum, sem hafa verið í varðhaldi vegna rannsóknar namibísku spillingarlögreglunnar á Samherjaskjölunum, með einhverjum hætti. Mynd frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Hún tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Namib­ísk­ur lög­regluþjónn á fimm­tugs­aldri hef­ur verið hand­tek­inn af namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unni ACC, í tengsl­um við til­raun til mútu­greiðslna sem leiddu til hand­töku ann­ars manns í vik­unni.

Reynt var að múta rann­sókn­ar­lög­reglu­manni ACC til þess að láta af hendi greiðslu­kort tveggja af þeim sex sem setið hafa í varðhaldi frá því fyr­ir jól. Namib­íski fjöl­miðill­inn Nami­bi­an grein­ir frá þessu í dag, en í frétt miðils­ins er til­tekið að sá hand­tekni sé í varaliði lög­reglu og ekki í fullu starfi sem lög­reglumaður.

Einn var hand­tek­inn vegna þessa máls á þriðju­dag­inn og hafa því í heild­ina þrír verið hand­tekn­ir vegna til­rauna sex­menn­ing­anna, sem setið hafa í varðhaldi í Namib­íu frá því í des­em­ber, til þess að reyna að fela slóð sína.

Auk þeirra tveggja sem hand­tekn­ir hafa verið í vik­unni var starfsmaður Sacky Shang­hala fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra lands­ins hand­tek­inn um miðjan des­em­ber fyr­ir til­raun til þess að fjar­lægja gögn af heim­ili yf­ir­manns síns.

mbl.is