Litlar líkur á loðnuveiði

Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar, tók þátt í leitinni ásamt fjórum …
Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofnunar, tók þátt í leitinni ásamt fjórum öðrum skipum. mbl.is/Pétur Kristjánsson

„Það má segja að þetta hafi verið von­brigði. Á heild­ina litið var þetta lítið magn sem við vor­um að sjá en við erum ekki bún­ir að vinna úr gögn­un­um þannig að það er ekki kom­in lok­aniðurstaða. En ég get al­veg sagt það hér og nú að okk­ar mat er að þetta var ansi lítið sem við vor­um að sjá og ekki lík­legt að það verði gef­in ráðgjöf um veiðar byggt á þess­ari mæl­ingu.“

Þetta seg­ir Birk­ir Bárðar­son fiski­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is. Hann var leiðang­urs­stjóri í viðamik­illi leit að loðnu sem fimm skip tóku þátt í á dög­un­um.

„Þetta var krefj­andi, það voru erfiðar veðuraðstæður og við lent­um líka í hindr­un­um út af ís. Við fór­um frá Kald­baks­grunni fyr­ir suðaust­an land og leituðum fyr­ir Aust­fjörðum, Norðaust­ur­landi og vest­ur fyr­ir Vest­f­irði,“ seg­ir hann.

Meira af loðnu vest­ur af landi

Heilt yfir bar leit­in lít­inn ár­ang­ur en stöku torf­ur sáust fyr­ir aust­an og fyr­ir norðaust­ur­landi. Fyr­ir vest­an, um 30 míl­ur vest­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg, fannst meira af loðnu en þó ekki mikið magn.

Það stend­ur þó ekki til að leggja árar í bát því önn­ur leit mun fara fram í byrj­un fe­brú­ar og þá mun end­an­lega koma í ljós hver staðan er.

Leita aft­ur í fe­brú­ar

„Þá fyrst mun­um við fá al­menni­legt mat á það hvort að þessi mæl­ing var góð eða ekki. Við vor­um bæði að glíma við stutt­an veður­glugga núna og ís­hindr­an­ir þannig að það kem­ur ekki í ljós fyrr en í fe­brú­ar,“ út­skýr­ir Birk­ir og bæt­ir við:

„Það er einn ár­gang­ur sem er uppistaðan í veiðinni á hverri vertíð og við erum bún­ir að mæla þenn­an ár­gang, það er 2017 ár­gang­ur­inn, fyrst haustið 2018 sem ung­loðnu og þá mæld­ist hann mjög lít­ill. Svo aft­ur núna síðasta haust sem tveggja ára loðnu og það gaf líka lítið magn þannig að vís­bend­ing­arn­ar gefa ekki til­efni til bjart­sýni.“

Birk­ir seg­ir loðnuna þó þannig að hún geti komið á óvart og það verði að koma á dag­inn í fe­brú­ar.

mbl.is