5 skotheld ráð gegn sykurlöngun

„Hversu oft hefur þú staðið þig að því að verða sykurpúkanum að bráð og sporðrennt heilu súkkulaðistykki á núll einni! Það er eðlilegt að fá smá sætindalöngun annað veifið og vera sveigjanlegur í mataræðinu þegar það á við, en þegar dagarnir eru farnir að snúast um næsta sykurfix þá erum við dottin í vítahring sykurlöngunar,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir í pistli sem birtist í heilsublaði Nettó: 

Þegar við borðum of mikinn sykur og kolvetni þá sveiflumst við upp og niður í blóðsykri sem ýtir undir meiri svengd og sykurlöngun, sem líkja má við rússíbanaferð með blóðsykurinn okkar daginn inn og út. Það geta verið margar ástæður fyrir því af hverju við sækjum í sykur en ein helsta ástæðan er sú að sykur er ávanabindandi og örvar umbunarstöð í heila sem veitir okkur skammvinna vellíðan. Við sækjum líka gjarnan í sykur þegar við erum þreytt, stressuð, illa sofin, pirruð og leið. Skortur á ýmsum vítamínum og steinefnum getur líka ýtt undir aukna sykurlöngun.

Við vitum flest hvað óhófleg sykurneysla er skaðleg heilsu okkar og getur ýtt undir þróun lífsstílstengdra sjúkdóma á borð við sykursýki týpu 2, offitu, hjarta- og æðasjúkdóma og gigt. Sykur hefur víðtæk áhrif á líkamann og getur raskað jafnvægi á þarmaflórunni okkar, hraðað ótímabærri öldrun líkamans, myndað bólgur, valdið skapsveiflum, haft truflandi áhrif á hormónakerfið, svo fátt eitt sé nefnt.

Að sigrast á sykrinum í mataræðinu er því eitt mikilvægasta skrefið sem við tökum fyrir heilsuna okkar sem gefur okkur mesta ávinninginn og er í senn fyrirbyggjandi fyrir sjúkdóma, eykur lífsgæði okkar og langlífi. Við uppskerum m.a. meiri orku, minni bólgur, sterkara ónæmiskerfi, hreinni húð og öflugri þarmaflóru.

Heilsusamlegt og fjölbreytt mataræði er lykilatriði til að halda blóðsykrinum í góðu jafnvægi.  Þegar við viljum gera okkur dagamun er sniðugt að skipta yfir í hollari sætuefni í staðinn fyrir sykur sem hafa mun minni áhrif á blóðsykur s.s. lífrænt hlynsíróp eða hunang og sykurlaus sætuefni eins og erythritol og stevíu. Lífsstíllinn okkar skipar einnig stóran sess þegar kemur að því að viðhalda blóðsykri í jafnvægi svo sem regluleg hreyfing, slökun og góður svefn, en allir þessir þættir hafa mikil áhrif á blóðsykursjafnvægi okkar og líðan.

5 skotheld ráð gegn sykurlöngun:

  • Dragðu úr inntöku á hvítum sykri, hveiti, einföldum kolvetnum s.s. pasta, grjónum, djús, gosi, orkudrykkjum og bakkelsi.
  • Byrjaðu daginn á próteinríkri máltíð með góðri fitu og trefjum, t.d. eggjahræru með avókadó, tómötum og ólífuolíu, chiagraut eða nærandi þeytingi.
  • Notaðu heilnæmt krydd sem jafnar blóðsykur og slær á sykurlöngun og gefur náttúrulega sætu eins og kanil, kardimommur, múskat, negul og vanillu.
  • Passaðu upp á að fá nægan svefn, halda streitu í lágmarki og hreyfðu þig reglulega fyrir betri blóðsykursstjórnun.
  • Uppfylltu næringarþörf þína með bætiefnum s.s. omega 3 og D-vítamíni. Prófaðu bætiefni og jurtir sem minnka sykurlöngun.

Glucose Metabolic Support blandan frá Now er áhrifarík blanda samsett úr völdum næringarefnum og jurtum sem stuðla að heilbrigðum efnaskiptum sykurs og kolvetna.

Indverska jurtin gymnema gegnir lykilhlutverki í þessari blöndu en þessi lækningajurt hefur verið notuð frá örófi alda af Ayurvedískum grasalæknum til að draga úr sykurlöngum og minnka sykurmagn í blóði. Gymnema er gjarnan notuð gegn efnaskiptavillu, ofþyngd og fitulifur vegna jákvæðra áhrifa hennar á efnaskipti og þyngdarlosun. Þessi blanda inniheldur virkt efni sem nefnist Glucofit og samanstendur af corosolic acid sem rannsóknir hafa sýnt fram á að stuðli að eðlilegum glúkósa efnaskiptum.

Þessi blanda inniheldur einnig næringarefni s.s. króm, biotin, B1, B5, L-glutamín, alpha lipoic acid og vanadium en þessi næringarefni eru mikilvæg fyrir efnaskipti glúkósa í líkamanum og stuðla að jafnari blóðsykri. L-glútamín er amínósýra sem talin er draga úr sykurlöngun og jafna blóðsykur. Króm er snefilefni sem talið er mikilvægt hjálparefni fyrir virkni insúlíns og á mikinn þátt í blóðsykursstjórnun. Króm eykur insúlínnæmni frumna og tekur þátt í efnaskiptum kolvetna, fitu og próteina. Alpha lipoic acid er kröftugt andoxunarefni sem eykur orku í hvatberum en eykur einnig insúlínnæmni svo frumurnar geti auðveldlega nýtt glúkósa fyrir orkumyndun.

Glucose Metabolic Support er því gagnlegt og ómissandi bætiefni til að sigrast á sykrinum, koma jafnvægi á blóðsykur og halda sykurlöngun í skefjum.

mbl.is