Gat á perustefni Polar Amaroq við loðnuleit

Þó nokkur bræla var þegar skip voru í leit að …
Þó nokkur bræla var þegar skip voru í leit að loðnu. Ljósmynd/Geir Zoëga

Græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq tók þátt í loðnu­leit Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en veður hef­ur truflað leiðang­ur­inn nokkuð. Tals­vert var um haf­ís og lenti skipið í ís­spöng og rakst á ís­jaka, það var ekki fyrr en komið var til hafn­ar á Ísaf­irði sem upp­götvaðist að gat hefði komið á peru­stefni skips­ins, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Veður truflaði veru­lega loðnu­leit­ina og það sem meira var að við lent­um inn í ís­spöng 10 míl­ur norður af Hala og feng­um gat á stefn­isper­una á bátn­um. Ísinn sást illa í radar en þetta voru smájak­ar sem lágu í yf­ir­borðinu. Við keyrðum á ein­hverja jaka og vor­um síðan heil­an klukku­tíma að koma okk­ur út úr ís­spöng­inni. Þegar við vor­um komn­ir inn á Ísa­fjörð upp­götvuðum við að það hefði komið gat á stefn­isperu báts­ins vegna árekst­urs við ís­jaka,“ er haft eft­ir Geir Zoëga, skip­stjóra Pol­ar Amar­oq.

Polar Amaroq í ís 10 mílur norður af Hala.
Pol­ar Amar­oq í ís 10 míl­ur norður af Hala. Ljós­mynd/​Geir Zoëga

Hann seg­ir at­vikið ekki al­var­legt þar sem gatið hafi opnað leið fyr­ir sjó inn í sjótank í stefni skips­ins. „Nú er verið að loka gat­inu þannig að þetta verður allt í góðu lagi. Við erum til­bún­ir að taka þátt í öðrum loðnu­leit­ar­leiðangri ef á þarf að halda en fyr­ir­hugað er að fara í slík­an leiðang­ur snemma í fe­brú­ar. Ég hef trölla­trú á að niðurstaða hans verði já­kvæðari. Að mínu mati ætti að gefa út ein­hvern smákvóta til þess að öll loðnu­skip haldi til veiða og leiti.“

Geir kveðst full­ur af bjart­sýni enda sé loðna víða, að sögn hans. „Það er loðna á 170 sjó­mílna belti en hún er ekki þétt og því erfitt að mæla hana. Ég hef trölla­trú á að það verði loðnu­vertíð.“

mbl.is