Skoðað yrði að gefa út loðnukvóta

Fulltrúar þriggja japanskra matvælaframleiðanda hittu sjávarútvegsráðherra og lýstu fyrir honum …
Fulltrúar þriggja japanskra matvælaframleiðanda hittu sjávarútvegsráðherra og lýstu fyrir honum stöðuna sem skapast hefur vegna loðnubrestsins. mbl/Arnþór Birkisson

Full­trú­ar japönsku mat­væla­fram­leiðand­anna Maruha, Azuma Foods og Okada Suis­an voru á Íslandi í síðustu viku og hittu meðal ann­ars Kristján Þór Júlí­us­son, land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Á fundi þeirra ræddu full­trú­arn­ir stöðuna  sem hef­ur skap­ast vegna loðnu­brests á Íslandi tvö ár í röð og biðluðu til ráðherra að skoða út­gáfu lít­ils kvóta til þess að halda lífi í markaðnum.

„Við báðum ráðherr­ann að skoða mögu­leika þess að gefa út lít­inn kvóta, en við virðum það að veiðar þurfi að vera stundaðar með ábyrg­um hætti á vís­inda­leg­um grunni,“ seg­ir Hiros­hi Yamazaki, fram­kæmda­stjóri upp­sjáv­ar­af­urða hjá Maruha, í sam­tali við 200 míl­ur. En Maruha er stærsta mat­væla­fram­leiðandi á sviði sjáv­ar­af­urða í heimi og velt­ir um þúsund millj­örðum ís­lenskra króna á ári.

Hann seg­ir af­leiðing­ar þess að ekki fá­ist hrá­efni fyr­ir jap­anska markaðinn geta verið að fyr­ir­tæk­in fari að nýta önn­ur hrá­efni og að eft­ir­spurn neyt­enda eft­ir loðnu­af­urðum verði minni ef ein­hver þegar loðna fæst á nýj­an leik.

Sendinefnd fyrirtækjanna var á Íslandi í síðustu viku.
Sendi­nefnd fyr­ir­tækj­anna var á Íslandi í síðustu viku. mbl.is/​RAX

Fjallað verður nán­ar um málið í viðtali við full­trúa fyr­ir­tækj­anna í ViðskiptaMogg­an­um á miðviku­dag.

mbl.is