Bundnir af samningum við aðrar þjóðir um loðnu

Ísleifur VE 63, skip Vinnslustöðvarinnar, með makrílafla 2016.
Ísleifur VE 63, skip Vinnslustöðvarinnar, með makrílafla 2016. mbl.is/G.E.

Samn­ing­ar eru í gildi á milli Íslend­inga og annarra þjóða um veiðar á loðnu og ákvörðun um „lít­inn loðnu­kvóta“ til að viðhalda mörkuðum yrði flókn­ari fyr­ir vikið. Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, hef­ur mælst til þess að slík­ur kvóti verði gef­inn út til að viðhalda mörkuðum, t.d. fyr­ir hrogn og hrognaloðnu í Asíu, án þess að það feli í sér mikla áhættu fyr­ir líf­ríkið.

Sig­ur­geir seg­ist hafa tekið málið upp við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Sam­kvæmt fyrr­nefnd­um samn­ing­um er hlut­ur Íslend­inga í loðnu­afl­an­um 80%, Græn­lend­ing­ar eru nú með 15% og Norðmenn 5%. Hlut­ur Norðmanna var til skamms tíma 8%, Íslend­inga 81% og Græn­lend­inga 11%, en vest­læg út­breiðsla loðnunn­ar hef­ur leitt til auk­inn­ar hlut­deild­ar Græn­lend­inga sam­kvæmt samn­ing­um. Við út­gáfu á loðnu­kvóta ættu þess­ar þjóðir því til­kall til ákveðins hlut­ar verði ekki samið um annað.

Í sér­stök­um Smugu­samn­ingi eða Bar­ents­hafs­samn­ingi frá 1999, þríhliða samn­ingi Íslands, Nor­egs og Rúss­lands, er kveðið á um þorskveiðar Íslend­inga í norskri lög­sögu í Bar­ents­hafi gegn loðnu úr ís­lenskri lög­sögu. Árið 2018 var þorskafli Íslend­inga á þessu hafsvæði 7.055 tonn auk meðafla og áttu 26.950 tonn af loðnu að koma sem end­ur­gjald á fisk­veiðiár­inu 2018/​19, það vill segja á vertíðinni í byrj­un árs 2019, sem eng­in varð. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að stjórn­völd eiga nú í viðræðum við Norðmenn um end­ur­gjald vegna þorskveiða 2018.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: