Afleiðingar loðnubrests mögulega varanlegar

F.v. Takahiro Tamura, forstjóri Azuma Foods USA, Hiroshi Yamazaki, framkvæmdastjóri …
F.v. Takahiro Tamura, forstjóri Azuma Foods USA, Hiroshi Yamazaki, framkvæmdastjóri innkaupa og framleiðslu uppsjávarafurða frá Norður-Atlantshafi hjá Maruha Nichiro, Masyuki Okada, forstjóri og aðaleigandi Okada Suisan, Ryota Matsunaga, sölustjóri Suðaustur-Asíu hjá Azuma Foods, Akimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, og Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan. mbl.is/RAX

Full­trú­ar þriggja jap­anskra fyr­ir­tækja voru stadd­ir á Íslandi í síðustu viku í þeim til­gangi að brýna fyr­ir stjórn­völd­um hverj­ar af­leiðing­ar loðnu­brests annað árið í röð kunna að verða. Þeir segj­ast, í ít­ar­legu viðtali í ViðskiptaMogg­an­um í dag, vilja tryggja stöðug­leika á markaði og starfs­ör­yggi hundraða starfs­manna.

„Ástæða þess að við erum á Íslandi nú er til þess að biðja um að út­gef­inn verði lág­marks­kvóti í loðnu. Það hef­ur ekki verið gef­inn út loðnu­kvóti á þessu ári og af­leiðing þess er að það er ekk­ert hrá­efni til vinnslu á næstu miss­er­um. Við virðum rann­sókn­irn­ar sem hafa verið gerðar og nauðsyn þess að veiðar séu stundaðar á vís­inda­leg­um grund­velli, en á sama tíma er nauðsyn­legt að skapa áfram­hald­andi rekstr­ar­for­send­ur [á sviði loðnu­af­urða] og til þess að ná því mark­miði vilj­um við biðja þá aðila sem að máli koma að gefa út lág­marks­kvóta óháð niður­stöðum [loðnu­leit­ar­inn­ar],“ seg­ir Nis­hiro Yamazaki, fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa og fram­leiðslu upp­sjáv­ar­af­urða úr Norður-Atlants­hafi hjá Maruha Nichiro.

Spurður hvaða af­leiðing­ar það kunni að hafa verði ekki gef­inn út loðnu­kvóti svar­ar Yamazaki: „Til dæm­is myndi það hafa í för með sér að all­ar birgðir myndu klár­ast í júní 2020, eft­ir það verður ekki unnið úr neinu hrá­efni sem um sinn ger­ir það að verk­um að fram­leiðend­ur verða að nýta annað hrá­efni eða, í versta til­felli, segja upp starfs­fólki. Hvað varðar loðnu­hrogn gæt­um við þurft að styðjast við annað hrá­efni eins og síld­ar­hrogn. Þegar hrá­efn­inu hef­ur verið skipt út er ekki endi­lega lík­legt að loðnu­hrogn­in verði tek­in til notk­un­ar á ný þó að loðnu­kvóti verði gef­inn út á næsta ári.“

Stöðug­leiki í fyr­ir­rúmi

Akimasa Tak­uma, for­stjóri og aðal­eig­andi Azuma Foods, tek­ur und­ir sjón­ar­mið Yamazak­is. „Við vinn­um að lág­marki um átta hundruð til þúsund tonn af loðnu­hrogn­um á hverju ári og blönd­um það með öðrum hrá­efn­um til þess að skapa vör­urn­ar okk­ar og nem­ur fram­leiðslan um þrjú þúsund tonn­um af loðnu­hrogna­vör­um á hverju ári,“ út­skýr­ir hann og bæt­ir við að megin­á­hyggju­efnið sé að neyt­end­ur leiti á önn­ur mið ef loðnu­af­urðir verði ekki leng­ur aðgengi­leg­ar.

„Fólk er vanafast og ef neyt­and­inn fær ekki mat­væl­in sem hann sæk­ist eft­ir í tvö ár mun hann venj­ast neyslu á ann­arri vöru. Þannig mynd­ast mynstur sem ger­ir það að verk­um að það er ekki ör­uggt að neyt­and­inn velji aft­ur gömlu vör­una í jafn mikl­um mæli þegar hún kem­ur aft­ur á markað.“

„Það sem skipt­ir meg­in­máli er að tryggja stöðug­leika í fram­boði hrá­efn­is­ins, það er það eina sem við erum að biðja um. Taki rík­is­stjórn­in ákvörðun um að aðhaf­ast ekki mun það á end­an­um bitna á Íslandi. Sagt hef­ur verið að allt bendi til þess að það verði góð loðnu­vertíð á næsta ári, en neyt­and­inn get­ur ekki beðið 16 til 18 mánuði,“ bæt­ir Masayuki Okada, for­stjóri og aðal­eig­andi Okada Suis­an, við.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: