Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson. Skjáskot/Kveikur

Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur, segir í fyrirsögn á Guardian þar sem fjallað er um mál Samherja í Namibíu. Greinin hefst á þessum orðum: Þetta er saga um hrossamakríl og hákarla.

Í greininni kemur fram að hákarlarnir í þessari grein séu ekki þeir sem synda í sjónum en fyrir hrossamakrílinn séu þeir jafnvel enn hættulegri en þeir sem synda í sjónum — hákarlar sem vilja meira en þeir geta étið. Þetta er lítill hópur spilltra kaupsýslumanna og embættismanna í Namibíu. Hákarlarnir séu í fangelsi þar sem þeir bíða réttarhalda og það sé Jóhannesi Stefánssyni að þakka. Manninum sem gaf þeim viðurnefnið hákarlar. 

„Ég nota mörg dulnefni,“ segir Jóhannes og vísar þar til þess að símar og tölvur séu í hættu og það sé reynt að brjótast inn í tæki hans. „Ég hef þvingað óvininn of langt.“

Guardian fjallar um Jóhannes og ævi hans. Hann sé 46 ára gamall Íslendingur sem hafi fylgt í fótspor föður og gerst sjómaður. Hann hafi siglt um heimsins höf áður en hann hóf störf í landi og unnið fyrir Samherja meðal annars við landvinninga. 

Hér er hægt að lesa grein Guardian í heild

mbl.is