Játaði ólöglegar veiðar við Namibíu

Ljósmynd/Aðsend

Skip­stjór­inn Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son hef­ur játað að hafa stundað ólög­leg­ar veiðar við Namib­íu. Dóm­ur verður kveðinn upp yfir hon­um á miðviku­dag­inn.

Frá þessu er greint í namib­íska dag­blaðinu New Era. Arn­grím­ur var hand­tek­inn í nóv­em­ber grunaður um hafa brotið gegn lög­um um veiðar við strend­ur Namib­íu, sem kveða á um að ekki sé heim­ilt að veiða á grynn­ing­um, inn­an við 200 metra frá strönd­inni.

Tog­ar­inn Heina­ste er í eigu dótt­ur­fé­lags út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja.

mbl.is