Óbærilegur hiti í Canberra

Slökkviliðsmenn að störfum í bænum Bumbalong sem er suður af …
Slökkviliðsmenn að störfum í bænum Bumbalong sem er suður af höfuðborginni Canberra í dag. AFP

Nýtt mánaðarlegt hita­met hef­ur verið sett í Can­berra, höfuðborg Ástr­al­íu, en hit­inn fór upp í 42,7 gráður, en gamla metið fyr­ir fe­brú­ar­mánuð, sem er frá ár­inu 1968, var 42,2 gráður. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu þar sem gróðureld­ar nálg­ast nú borg­ina. 

Þetta er í fyrsta sinn í nærri tvo ára­tugi sem borg­in lýs­ir yfir neyðarástandi, en það var gert í síðustu viku. Hita­bylgja og gróðureld­ar ógna íbú­um í út­hverf­um borg­ar­inn­ar, að því er AFP-frétta­stof­an grein­ir frá. 

Slökkviliðsþyrla sést hér berjast við eldana.
Slökkviliðsþyrla sést hér berj­ast við eld­ana. AFP

Sé litið á þetta á árs­grund­velli var hit­inn í dag sá þriðji hæsti frá því mæl­ing­ar hóf­ust. Veður­fræðing­ur­innn Etienne Kapik­i­an, sem starfar hjá frönsku veður­stof­unni, seg­ir í færslu á Twitter, að sum­arið 2019-2020 sé það heit­asta í sögu Ástr­al­íu. 

Lýst var yfir neyðarástandi í borg­inni á fimmtu­dag, en þetta er í fyrsta sinn sem það er gert á höfðuborg­ar­svæðinu frá ár­inu 2003. Þá brunnu hátt í 500 hús til grunna í mikl­um gróðureld­um. 

Ótt­ast er að eld­ar sem loga í Orr­oral-daln­um geti nálg­ast byggð, en nú þegar hafa um 18.000 hekt­ar­ar orðið eld­un­um að bráð.

AFP

Áströlsk yf­ir­völd segja að hit­inn og mik­ill þurrk­ur skapi kjöraðstæður fyr­ir eld­ana í Nýja-Suður Wales og í Vikt­oríu­ríki. Þar loga rúm­lega 80 eld­ar. 

Í gær fór hit­inn í Nýja-Suður Wales í 46,8 gráður. 

Veður­fræðing­ar spá stormi í kjöl­far hita­bylgj­unn­ar og þá er von á úr­komu sem mun draga úr út­breiðslu eld­anna, en sú hætta er einnig fyr­ir hendi að með vonsku­veðri muni fylgja það mikið úr­helli að von sé á skyndiflóðum með til­heyr­andi hættu og tjóni. 

Að minnsta kosti 33 hafa lát­ist í Ástr­al­íu frá því eld­arn­ir brut­ust út í sept­em­ber. 

mbl.is