Arngrímur dæmdur til að greiða sekt

Tog­ar­inn Heina­ste er í eigu dótt­ur­fé­lags út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja.
Tog­ar­inn Heina­ste er í eigu dótt­ur­fé­lags út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja.

Skip­stjór­inn Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son var í morgun dæmdur til að greiða átta milljónir króna í sekt eða að öðrum kosti yrði hann dæmdur í 12 ára fangelsi.

Arngrímur var fundinn sekur um ólöglegar veiðar fyrir ströndum Namibíu í nóvember og játaði í síðustu viku.

Frá þessu er greint á Twitter-síðu Namibian Sun.

Þar segir enn fremur að kröfu namibíska ríkisins um að skipið yrði gert upptækt hafi verið vísað frá.

mbl.is