Matvælastofnun (MAST) barst tilkynning frá Arctic Sea Farm, dótturfæelagi Arctic Fish, laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Eyrarhlíð í Dýrafirði, að því er segir í fréttatilkynningu frá MAST. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill.
Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og var það um 99 sentímetra rifa á 20 metra dýpi. Í kvínni voru um 170 þúsund laxar með meðalþyngd 2,4 kíló. Viðgerð hefur veri lokið og lagði Arctic Sea Farm út „net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt,“ segir í tilkynningunni.
Atvikið er til meðferðar hjá MAST og hefur eftirlitsmaður á þeirra vegum skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins.