Gat á sjókví í Dýrafirði

Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og hefur viðgerð verið lokið.
Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og hefur viðgerð verið lokið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Mat­væla­stofn­un (MAST) barst til­kynn­ing frá Arctic Sea Farm, dótt­ur­fæelagi Arctic Fish, laug­ar­dag­inn 1. fe­brú­ar um gat á nótar­poka einn­ar sjókví­ar fyr­ir­tæk­is­ins við Eyr­ar­hlíð í Dýraf­irði, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá MAST. Neðan­sjáv­ar­eft­ir­lit var áður fram­kvæmt 22. janú­ar sl. og var nótar­poki þá heill.

Gatið upp­götvaðist við neðan­sjáv­ar­eft­ir­lit og var það um 99 sentí­metra rifa á 20 metra dýpi. Í kvínni voru um 170 þúsund lax­ar með meðalþyngd 2,4 kíló. Viðgerð hef­ur veri lokið og lagði Arctic Sea Farm út „net í sam­ráði við Fiski­stofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Net­anna var vitjað bæði á sunnu­dag og mánu­dag og eng­inn lax veidd­ist og hef­ur veiðiaðgerðum verið hætt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

At­vikið er til meðferðar hjá MAST og hef­ur eft­ir­litsmaður á þeirra veg­um skoðað aðstæður og viðbrögð fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is