Miklar breytingar fyrirhugaðar á grásleppuveiðum

Fundurinn um veiðar á grásleppu var haldinn í Ráðhúsinu í …
Fundurinn um veiðar á grásleppu var haldinn í Ráðhúsinu í Stykkishólmi og var vel sóttur. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Stykk­is­hólmi | Snæ­fell, fé­lag smá­báta­eig­enda á Snæ­fellsnesi, hélt ný­lega fund í Stykk­is­hólmi um grá­sleppu­veiðar. Veiðarn­ar eru mik­il­væg at­vinnu­grein í Hólm­in­um og þar er landað mestu magni af grá­sleppu á Íslandi.

Nú stend­ur til að gjör­breyta reglu­gerð um veiðarn­ar, meðal ann­ars er fyr­ir­hugað að fækka net­um veru­lega, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Hingað til hef­ur veiðunum verið stjórnað frá ári til árs, með mis­mun­andi fjölda daga og neta. Að von­um eru skipt­ar skoðanir meðal grá­sleppu­sjó­manna um breyt­ing­arn­ar og hags­muni.

Á fund­inn mættu Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Axel Eyfjörð Friðriks­son, gæðastjóri hjá Vigni G. Jóns­syni ehf., og Krist­inn Hjálm­ars­son, verk­efna­stjóri Icelandic Sustaina­ble Fis­heries.

Kristján Þór gerði grein fyr­ir hug­mynd­um sín­um um breyt­ing­ar á grá­sleppu­veiðum. Tím­arn­ir væru breytt­ir og taka yrði til­lit til þess. Nú­ver­andi stjórn­un væri barn síns tíma miðað við þær kröf­ur sem nú væru gerðar til veiðanna, hrá­efn­is og sölu­mála. Fram að þessu hafa grá­sleppu­sjó­menn reynt að afla sem mest þá daga sem þeim er út­hlutað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: