„Þessir sjómenn Brims hafa ekki verið sviknir“

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, vísar því á bug að …
Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, vísar því á bug að sjómenn fyrirtækisins hafa verið hlunnfarnir. mbl.is/Hari

„Þess­ir sjó­menn Brims hf. eru vel að laun­un­um komn­ir og þeir hafa ekki verið svikn­ir,“ seg­ir Ægir Páll Friðberts­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Brim, í pistli sem birt­ur hef­ur verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ásak­an­ir um að ekki sé eðli­lega að mál­um staðið og gegn­sæi vanti, meðal ann­ars frá for­ystu­mönn­um verka­lýðsfé­laga starfs­manna okk­ar, eru þess eðlis að við telj­um rétt að upp­lýsa okk­ar starfs­fólk, eig­end­ur og aðra hvernig þess­um mál­um er háttað í til­felli Brims hf.,“ seg­ir Ægir Páll.

Er pistl­in­um er ætlað að svara ásök­un­um í garð sjáv­ar­út­veg­fyr­ir­tækja þar sem þau eru grunuð um að standa ekki rétt að launa­greiðslum til sjó­manna með því að selja er­lend­um dótt­ur­fé­lög­um afurðir á und­ir­verði og selja þær síðan áfram afurð með aukn­um hagnaði.

Ægir Páll út­skýr­ir að verðmun­ur mynd­ast þar sem mak­ríll sé ekki seld­ur um leið og hann er veidd­ur. „Þegar mak­ríl er landað úr skip­um Brims hf. til vinnslu á Vopnafirði þá fer hann til vinnslu í fryst­ingu og bræðslu. Eft­ir vinnslu afl­ans eru afurðirn­ar seld­ar til er­lendra kaup­enda næstu mánuði eft­ir lönd­un. Liðið geta allt að 12 mánuðir frá lönd­un til sölu á afurðunum.“

Tekju­hæstu sjó­menn Brims

„Við verðlagn­ingu upp­sjáv­ar­afl­ans til skips­ins hef­ur í mörg ár verið miðað við um 33% af áætluðu skila­verði á Íslandi sem fæst fyr­ir fryst­ar afurðir og 55% af skila­verði bræðslu­af­urða. Í flest­um til­fell­um er verið að selja afurðirn­ar löngu eft­ir lönd­un, end­an­legt sölu­verð ligg­ur því ekki alltaf fyr­ir og er þá miðað við áætlað skila­verð út frá vænt­ing­um til verðs á mörkuðum. Þetta ger­ir það að verk­um að sum árin er þetta hlut­fall hærra og önn­ur ár er það lægra,“ seg­ir í pistl­in­um.

Hann seg­ir þetta hlut­fall hjá Brim hf. vera að meðaltali 33,2% í fryst­ingu og 55,3% í bræðslu árin 2012-2018 en bend­ir á að þá sé ekki tekið til­lit til sölu­kostnaðar inn­an fé­lags­ins sem myndi hækka þetta hlut­fall.

Þá seg­ir Ægir Páll sjó­menn upp­sjáv­ar­skipa hafa á síðustu árum verið tekju­hæstu sjó­menn Brims. „Meðal há­seta­hlut­ur á mak­ríl­vertíðum árin 2016-2019 var um 170 þúsund krón­ur á út­halds­dag án or­lofs. Þess­ir sjó­menn Brims hf. eru vel að laun­un­um komn­ir og þeir hafa ekki verið svikn­ir.“

mbl.is