Kjaraviðræður sjómanna hefjast í næstu viku

Kjaraviðræður Sjómannasambandsins og SFS hefjast á þriðjudag.
Kjaraviðræður Sjómannasambandsins og SFS hefjast á þriðjudag. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Kjaraviðræður Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hefjast á þriðju­dag. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, kveðst hóf­lega bjart­sýnn.

„Þetta fer af stað á þriðju­dag í næstu viku. Þá mun­um við hitta SFS og af­henda þeim okk­ar kröf­ur og þeir af­henda sín­ar. Þetta verður fyrsti samn­inga­fund­ur­inn, en við erum búin að eiga marga fundi á samn­ings­tím­an­um,“ seg­ir Val­mund­ur í sam­tali við 200 míl­ur, sem dreift var með Morg­un­blaðinu í dag.

Hann seg­ir fund­ina á samn­ings­tím­an­um hafa verið um 40 og á þeim hafi verið rædd­ar ýms­ar bók­an­ir í kjara­samn­ingi sjó­manna. „En það eru ekki efn­is­leg­ar breyt­ing­ar á samn­ingi held­ur bók­an­ir í sam­bandi við hvíld­ar­tíma, stytt­ingu á samn­ing­um og ein­föld­un.“

Spurður hvort hann sé vongóður um að samn­ing­ar ná­ist svar­ar formaður­inn: „Við vor­um nú samn­ings­laus­ir í sex ár síðast, það eru bara komn­ir um tveir mánuðir núna. Við erum hóf­lega bjart­sýn­ir. Okk­ur ber nátt­úr­lega skylda til að reyna að ná samn­ingi og það er mark­miðið. Við erum til­bún­ir í al­vöru­viðræður og von­andi þeir líka. Það stend­ur ekki á okk­ur að setj­ast niður.“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki geta tjáð sig …
Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ist ekki geta tjáð sig um kröf­ur sjó­manna í kjaraviðræðunum á þesu stigi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann seg­ist ekki getað tjáð sig um kröf­ur fé­lags­ins að svo stöddu, en að þær liggja fyr­ir og séu und­ir hönd­um samn­inga­nefnd­ar. „Við vilj­um fá að koma þeim á fram­færi við okk­ar viðsemj­end­ur áður en við för­um að bás­úna um það í fjöl­miðlum. En vissu­lega eru þetta kröf­ur sem eru þess eðlis að þær eru til hags­bóta fyr­ir sjó­menn.“

Er spurt er hvort hætta sé á öðru sjó­manna­verk­falli seg­ir Val­mund­ur ekki tíma­bært að tjá sig um það. „Það veit maður aldrei en við verðum að byrja að tala sam­an áður en við ákveðum eitt­hvað um það.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: