Skip Samherja í Namibíu kyrrsett á ný

Heinaste hefur verið kyrrsett á ný, nú á forsendum annarra …
Heinaste hefur verið kyrrsett á ný, nú á forsendum annarra laga en í fyrra skiptið.

Kyrr­setn­ingu namib­ískra stjórn­valda á Heina­ste, skip í eigu Esju Hold­ing sem Sam­herji á meiri­hluta í, var aflétt á miðviku­dag en var í dag kyrr­sett aft­ur. Áður hafði skipið verið kyrr­sett vegna brota á fisk­veiðilög­gjöf en nú vegna brota á lög­um um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, að því er seg­ir í um­fjöll­un Kjarn­ans.

Skip­stjóri Heina­ste, Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son, var á miðviku­dag dæmd­ur til að greiða sekt vegna ólög­legra veiða. Kröfu namib­ískra stjórn­valda um að gera skipið upp­tækt var hins veg­ar vísað frá.

Ný kyrr­setn­ing stjórn­valda er sögð vera til bráðabirgða á meðan yf­ir­völd vinna kröfu­gerð sína vegna meintra brota á lög­um um skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Sam­herja í gær að unnið væri að því að hætta starf­semi í Namib­íu og að tvö af þrem­ur skip­um fé­lags­ins sem höfðu stundað veiðar við strend­ur lands­ins væru nú kom­in úr lög­sögu þess. Þá sagði í til­kynn­ing­unni að unnið væri að því í sam­ráði við namib­ísk stjórn­völd að finna lausn­ir hvað þriðja skipið, Heina­ste, varðar.

mbl.is