Stranda bátum sofandi

Leki kom að Mars HU eftir strand síðasta vor og …
Leki kom að Mars HU eftir strand síðasta vor og sökk hann utan við Hvammstanga skömmu eftir að björgunarsveit kom á vettvang. Ljósmynd/Úr skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa.

Rekja má 43 skips­strönd við landið á síðustu 20 árum til þess að stjórn­andi sofnaði. Í einu til­viki hafði stjórn­andi vakað í 40 klukku­tíma fyr­ir strandið.

Rann­sókna­stjóri sigl­inga­sviðs RNSA seg­ir þenn­an fjölda uggvæn­leg­an og það sé mik­il mildi að ekki hafi orðið bana­slys í þess­um skips­strönd­um. Hann seg­ir það aldrei nóg­sam­lega brýnt fyr­ir skip­stjórn­end­um að þeir fái nauðsyn­leg­an hvíld­ar­tíma.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásta Þor­leifs­dótt­ir, vara­formaður fagráðs um sigl­inga­mál, að fagráðið muni efna til ráðstefnu 19. mars þar sem fjallað verður sér­stak­lega um þetta vanda­mál.

„Það sem slær mig svo­lítið illa er að í júlí síðastliðnum urðu sex svona strönd við góðar aðstæður. Við höf­um verið ótrú­lega hepp­in að það hafi ekki orðið nein bana­slys, eft­ir því sem ég best veit,“ sagði Ásta. Hún bend­ir á að tjónið sé samt mikið. Bát­arn­ir jafn­vel ónýt­ir, fólk missi vinn­una og svona óhöpp hafi keðju­verk­andi áhrif á þeim stöðum þar sem bát­arn­ir voru gerðir út. And­leg líðan þeirra sem í þessu lenda bíði þess jafn­vel aldrei bæt­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina