Stranda bátum sofandi

Leki kom að Mars HU eftir strand síðasta vor og …
Leki kom að Mars HU eftir strand síðasta vor og sökk hann utan við Hvammstanga skömmu eftir að björgunarsveit kom á vettvang. Ljósmynd/Úr skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa.

Rekja má 43 skipsströnd við landið á síðustu 20 árum til þess að stjórnandi sofnaði. Í einu tilviki hafði stjórnandi vakað í 40 klukkutíma fyrir strandið.

Rannsóknastjóri siglingasviðs RNSA segir þennan fjölda uggvænlegan og það sé mikil mildi að ekki hafi orðið banaslys í þessum skipsströndum. Hann segir það aldrei nógsamlega brýnt fyrir skipstjórnendum að þeir fái nauðsynlegan hvíldartíma.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður fagráðs um siglingamál, að fagráðið muni efna til ráðstefnu 19. mars þar sem fjallað verður sérstaklega um þetta vandamál.

„Það sem slær mig svolítið illa er að í júlí síðastliðnum urðu sex svona strönd við góðar aðstæður. Við höfum verið ótrúlega heppin að það hafi ekki orðið nein banaslys, eftir því sem ég best veit,“ sagði Ásta. Hún bendir á að tjónið sé samt mikið. Bátarnir jafnvel ónýtir, fólk missi vinnuna og svona óhöpp hafi keðjuverkandi áhrif á þeim stöðum þar sem bátarnir voru gerðir út. Andleg líðan þeirra sem í þessu lenda bíði þess jafnvel aldrei bætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina