Segir búið að flæma einstaklinga úr greininni

Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, segir útgerðum með smærri báta hafi …
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, segir útgerðum með smærri báta hafi verið gert erfitt fyrir með veiðigjöldum þar sem fyrirtækin í krókaaflamarkskerfinu geta ekki hagrætt. mbl.is/RAX

Stakka­vík í Grinda­vík hef­ur dregið sam­an segl­in, minnkað skuld­ir og passað að offjár­festa ekki í búnaði, að sögn Her­manns Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

Her­mann seg­ir að unnið hafi verið að því að aðlaga rekst­ur­inn breyttu rekstr­ar­um­hverfi eft­ir að fram­boð á mörkuðum fór að minnka og verð að hækka. „Við sáum bara fram á það að sitja hérna fisk­laus­ir og með allt fólkið. Það bara geng­ur ekki til lengd­ar og við urðum að bregðast við.“

Stakka­vík hef­ur ekki sóst eft­ir frek­ari afla­heim­ild­um til þess að auka aðgengi að hrá­efni, held­ur hafi verið lögð áhersla á full­nýt­ingu afurðar­inn­ar, að sögn fram­kvæmda­stjór­ans enda þykir hon­um mik­il­vægt að rekst­ur­inn beri sem minnst­ar skuld­ir og sé efna­hags­lega sjálf­bær. „Við höf­um verið með þurrk­verk­smiðju þar sem við þurrk­um hausa og bein. Við höf­um aðeins hallað okk­ur á þá hliðina og aukið í þar. Það fyll­ir í dauða tíma og þetta pass­ar vel sam­an.“

„Við vor­um áður fyrr að kaupa um 50% af hrá­efn­inu af markaði, en nú er verðið orðið þannig að við höf­um ekki bol­magn til þess að kaupa á þessu verði. Ég veit ekki hvort það teng­ist því að menn eru farn­ir að flytja óunnið út, en við verðum þá bara að treysta á okk­ar báta. Við höf­um minnkað aðeins fram­leiðsluna og höf­um aðeins fækkað fólki. Við verðum bara að sníða okk­ur stakk eft­ir vexti. En okk­ur vant­ar þessi 50% sem við keypt­um á markaði. Við erum að kaupa um 5% núna. Svo eru svo fáir ein­stak­ling­ar eft­ir í út­gerð að það minnk­ar sí­fellt það magn sem kem­ur á markaðinn.“

Veiðigjöld­in sliga smærri aðila

Her­mann seg­ir að búið sé að flæma ein­stak­linga úr grein­inni og að kvót­inn fær­ist á færri hend­ur. „Þær hend­ur sem eign­ast kvóta í dag láta ekki neitt frá sér. Það er ástæðan fyr­ir því að það fæst svo lítið á markaði. Af ein­hverj­um ástæðum hafa þess­ir ein­stak­ling­ar gef­ist upp og selt.“

Fram­kvæmda­stjór­inn bend­ir jafn­framt á að það hafi verið vond tíð fyr­ir sjó­sókn í lengri tíma sem einnig dragi úr fram­boði á mörkuðum. „Það hafa verið bræl­ur í allt haust. Í des­em­ber voru bara tveir róðrar­dag­ar á litlu bát­un­um, en við höf­um kannski verið hepp­in með veður und­an­far­in ár. Þegar ég byrjaði til sjós var bræla janú­ar, fe­brú­ar og fram í mars. Það er ekk­ert gefið að það sé gott veður.“

Óli á Stað, einn krókabáta Stakkavíkur.
Óli á Stað, einn króka­báta Stakka­vík­ur. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Spurður hvaða skýr­ing sé að baki því að ein­stak­ling­um hafi fækkað svar­ar fram­kvæmda­stjór­inn: „Veiðileyf­a­gjöld­in höfðu gríðarleg áhrif í smá­báta­kerf­inu. Í króka­kerf­inu meg­um við aðeins veiða á króka en í stærra kerf­inu má nota öll veiðarfæri, þannig að í króka­kerf­inu gát­um við ekki hagrætt neitt vegna þess­ara tak­mark­anna. Það er dýrt að veiða á línu, beita og annað er dýrt. Þannig að í raun hafa menn verið að borga allt of há gjöld miðað við það að menn voru ekki með frjáls­ræði í veiðum. Það hefði hjálpað mörg­um ef þeir gætu til dæm­is farið á net og tekið hluta af kvót­an­um þannig.“

Hátt verð komið til að vera

En það er fleira en veiðigjöld sem hafa truflað rekst­ur þeirra sem gera út línu­báta að sögn Her­manns og vís­ar hann til mik­ill­ar skerðingu á ýsu­kvóta, en ýsan er óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur þegar línu­veiðar eru stundaðar og verða bát­arn­ir því að hafa nægi­leg­an ýsu­kvóta ef þeir á annað borð ætla að veiða á línu. „Það er bara ýsa úti um allt. Kvót­inn var auk­inn og svo skert­ur aft­ur, þessi skerðing átti greini­lega ekk­ert rétt á sér. Menn eru að veiða miklu meira af ýsu, þrátt fyr­ir að þeir séu að reyna að forðast hana. Hún er óverj­andi. Það eru all­ir að reyna að sneiða hjá henni, en menn eru að fá allt of mikið af henni og eru í vand­ræðum.“

Verð á fisk­mörkuðum hef­ur hækkað mikið und­an­far­in miss­eri, sér­stak­lega á þorski. Innt­ur álits á verðþró­un­inni seg­ir Her­mann verðið hafa lækkað eitt­hvað und­an­farna daga, en að verð muni alltaf verða mjög hátt á fisk­mörkuðum. „Ég held að það sé komið til að vera vegna þess að það eru svo fáir á markaðnum. Svo hafa þeir sem kaupa og flytja fisk óunn­inn út verið nokkuð bratt­ir,“ staðhæf­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Af­leiðing­ar eld­goss

Spurður hvort hann hafi áhyggj­ur af auk­inni skjálfta­virkni og kviku­söfn­un í grennd við Grinda­vík, kveðst hann hafa blendn­ar til­finn­ing­ar, enda hafi hann verið kok­hraust­ur þar til hann upp­lifði að miðpunkt­ur stórs skjálfta var nán­ast und­ir heim­ili hans. Her­mann seg­ir eng­ar sér­stak­ar ráðstaf­an­ir hafa verið gerðar hjá fyr­ir­tæk­inu vegna mögu­legs eld­goss, en ef þyrfti að rýma bæ­inn ger­ir hann ráð fyr­ir að bát­un­um yrði siglt í aðrar hafn­ir. „Auðvitað get­ur orðið eld­gos sem hefði áhrif á vatn og raf­magn í bæn­um, ef þetta myndi ger­ast þá lam­ast allt í Grinda­vík. Auðvitað halda menn bara áfram að veiða kvót­ann og selja á markað eða finna eitt­hvað að gera við fisk­inn. Þá yrði alla­vega nóg á markaðnum og verð myndi lækka, það er al­veg ljóst enda eng­ar smá út­gerðir í þess­um bæ,“ seg­ir hann og hlær.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: