Engin dauðsföll á sjó breyttu hugarfari að þakka

Farið er að sjást til lands í viðræðunum, að sögn …
Farið er að sjást til lands í viðræðunum, að sögn Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Eggert

Eng­inn hef­ur látið lífið á sjó síðustu þrjú ár í röð og telst það veru­leg­ur ár­ang­ur á sviði ör­ygg­is­mála ef litið er til þess að lengst af fór­ust ár­lega jafn­vel tug­ir manna í sjó­slys­um. Árang­ur­inn er sam­verk­andi aðgerðum stjórn­valda, út­gerða og ekki síst sjó­manna sjálfra að þakka, að sögn Þór­hild­ar El­ín­ar El­ín­ar­dótt­ur, sam­skipta­stjóra Sam­göngu­stofu. „Ef töl­urn­ar eru skoðaðar sést að á síðastliðnum ára­tug fór­ust sam­tals 10 manns til sjós en til sam­an­b­urðar má nefna að árin 1960-1969 fór­ust 234 manns.“

„Þetta er afrakst­ur sam­vinnu vegna þess að þekk­ing­in sem hef­ur orðið til verður að koma sam­an og fólk verður að vera til­búið til þess að nýta þekk­ing­una. Það sem við telj­um hins veg­ar vera lyk­il­atriðið er breytt hug­ar­far sjó­manna. Það má segja að sjó­menn í dag hafi heil­brigðara og ör­ygg­is­miðaðra hug­ar­far en á árum áður, sem veld­ur því að færra fólk deyr í sjó­slys­um,“ seg­ir Þór­hild­ur Elín. Hún bæt­ir við að á árum áður hafi dirfska oft valdið usla þar sem ein­hvers mis­skiln­ings hafi gætt hvað varðar það að sýna hug­rekki, þetta hafi valdið því að marg­ir hverj­ir hafi hugs­an­lega tekið óþarfa áhættu.

Lærðu af flugi

Spurð hvaða sam­verk­andi þætti hafi þurft til að draga úr sjó­slys­um seg­ir hún fjölþætt­ar breyt­ur skipta máli og bend­ir á fræðslu og for­varn­ir, mennt­un og þjálf­un og aukn­ar kröf­ur til skír­teina. Þá hafi slysa­varna­skóli sjó­manna skipt sköp­um auk breyt­inga á reglu­verki og stöðlum. „Hvað varðar kerf­is- læga þætti hef­ur inn­leiðing ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfa hjá út­gerðunum skipt miklu máli,“ seg­ir Þór­hild­ur Elín og bæt­ir við að hugs­an­lega hafi verið mikið lært af gátlista-aðferð í flugi þar sem tryggt er að öll atriði séu í lagi með því að fara yfir þau reglu­lega með skipu­lögðum hætti. Þá hafi aðferðin verið þátt­ur í því að gera flug að ör­ugg­asta sam­göngu­mát­an­um sem kost­ur er á.

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.
Þór­hild­ur Elín El­ín­ar­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Sam­göngu­stofu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þetta er til­tölu­lega nýtt í sjó­mennsku og stærri út­gerðir eru farn­ar að nýta þetta en þetta get­ur verið nýtt í alla báta. Á síðasta ári tók­um við hjá Sam­göngu­stofu til dæm­is sam­an tékklista fyr­ir strand­veiðibáta sem við höf­um hvatt sjó­menn á þess­um bát­um til að nota í hvert ein­asta skipti sem þeir fara á sjó, þó svo að aðeins sé farið á sumr­in.“ Hún seg­ir yf­ir­ferð á minni bát­um taka stutta stund, þó hugs­an­lega leng­ur í fyrsta skipti, og er til þess fallið að auka ör­yggi þeirra sem eru um borð. Tel­ur sam­skipta­stjór­inn ekki um mikla byrði að ræða miðað við þann mikla ávinn­ingi sem felst í að tryggja eigið ör­yggi og draga úr lík­um á slys­um og jafn­vel dauðsföll­um. „Með þessu er hægt að minnka lík­urn­ar á að þurfa að bregðast við hættu­ástandi sem get­ur verið hættu­legt, dýrt og tíma­frekt.“

Aukn­ar kröf­ur

Einnig hafa verið gerðar aukn­ar kröf­ur til ör­ygg­is um borð í skip­um og er meiri ör­ygg­is­búnaður um borð. Jafn­framt eru skip­in orðin betri þar sem þau eru orðin miklu stöðugri, út­skýr­ir Þór­hild­ur Elín. „Svo má ekki gleyma fjar­skipt­un­um sem skipta gríðarlega miklu máli. Það eru fram­far­ir á mjög mörg­um sviðum sem sam­an­lagt skila ár­angri, tækniþekk­ing, kerf­is­bundn­ar breyt­ing­ar til hins betra, aukn­ar kröf­ur, en fyrst og síðast er það þetta breytta hug­ar­far,“ bæt­ir hún við.

Kvóta­kerfið hef­ur einnig gegnt hlut­verki og verið eitt af þeim kerf­is­lægu þátt­um sem hafa skipt máli, að sögn henn­ar. „Það hef­ur þýtt að út­gerðir og sjó­menn þurfa ekki að sækja sjó í tví­sýn­um aðstæðum. Hægt er að velja bestu dag­ana til þess að ná kvót­an­um. Þannig að það er ekki farið út þegar áhætt­an er meiri.“

Öryggishandbók fiskiskipa kemur að gagni þegar auka á öryggi um …
Örygg­is­hand­bók fiski­skipa kem­ur að gagni þegar auka á ör­yggi um borð. Sam­göngu­stofa

Vek­ur at­hygli víða

Þór­hild­ur Elín seg­ir ár­ang­ur Íslands á sviði ör­ygg­is­mála og mikla fækk­un bana­slysa á sjó hafa vakið at­hygli á alþjóðavett­vangi, sér­stak- lega á vett­vangi Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) og Sigl­inga­ör­ygg­is­stofn­un­ar Evr­ópu (EMSA). Hún seg­ir Íslend­inga hafa verið að ein­hverju leyti brautryðjend­ur á sviði ör­ygg­is­mála enda tala töl­urn­ar sínu máli.

Þrátt fyr­ir að það sé ljóst að mik­ill ár­ang­ur hafi náðst er enn ástæða til þess að leggja áherslu á ör­ygg­is­mál­in að mati sam­skipta- stjór­ans. „Þó að við sjá­um að dauðsföll­um hafi fækkað mikið vilj­um við einnig sjá ör­yggis­at­vik­um fækka. Slík at­vik koma alltaf upp á sjó, sjó­mennska er hættu­legt starf, og það þarf sí­fellt að vera vak­andi til þess að finna leiðir til þess að bæta ferla og gegna þar út­gerðirn­ar miklu hlut­verki.“ Þá sé ljóst að vinna að bættu ör­yggi hætt­ir aldrei þar sem í raun sé eng­inn enda­punkt­ur þar sem ör­ygg­isþörf sé full­kom­lega full­nægt.

Grein­in var fyrst birt í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál, þann 7. fe­brú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: