Úr svefnherberginu á stærsta sviðið

Eilish þegar hún kom fram á Grammy-verðlaunaafhendingunni á dögunum.
Eilish þegar hún kom fram á Grammy-verðlaunaafhendingunni á dögunum. AFP

Fáir hafa náð að koma með jafn mikl­um lát­um inn í alþjóðlegt tón­list­ar­líf og banda­ríska tón­list­ar­kon­an Bill­ie Eil­ish. Auðvitað er erfitt að tala um konu í henn­ar sam­hengi þar sem hún er rétt nýorðin nítj­án ára göm­ul og plat­an henn­ar WHEN WE ALL FALL ASLEEP; WH­ERE DO WE GO? var gerð á ár­un­um 2016-2019. Hún var sum sé fimmtán ára göm­ul þegar fyrstu upp­tök­ur voru gerðar.

Auðvitað er fullt af ung­ling­um að gera tónlist heima hjá sér og ald­ur einn og sér ger­ir upp­tök­urn­ar ekki merki­leg­ar. Frek­ar sú staðreynd að plat­an og lög af henni fengu á dög­un­um fimm Grammy-verðlaun. Í flokk­un­um besta plat­an, besta sungna popp-plat­an, upp­taka árs­ins, lag árs­ins var lagið bad guy“ og sjálf var hún val­in besti nýi listamaður­inn.

Í raun væri hægt að eyða miklu púðri í að skrifa bara um öll verðlaun­in sem plat­an hef­ur fengið. Þeir sem hafa áhuga á þeim lestri eru hvatt­ir til að kíkja á Wikipediu-færsl­una um verðlaun­in sem Eil­ish hef­ur hlotið. Það er furðulega lang­ur lest­ur. Verðlaun eru eitt en hlust­un er annað og plat­an hef­ur náð toppi vin­sældal­ista í 22 lönd­um og á þessu tæpa ári síðan plat­an kom út hef­ur „bad guy“ verið streymt 1.160 millj­ón sinn­um, sum sé 1,16 millj­arðar spil­ana bara á Spotify.

Á Youtu­be er tal­an 740 millj­ón­ir spil­ana og þess­ar töl­ur hækka veru­lega með hverri vik­unni sem líður. Það er óhætt að slá því föstu að Bill­ie Eil­ish sé lang­heit­asti tón­list­armaður sam­tím­ans. Sjálf­ur man ég ekki eft­ir ann­arri eins inn­komu í tón­list­ar­brans­ann síðan Nir­v­ana sneri hon­um á hvolf fyr­ir þrjá­tíu árum.  

Líkindin með Billie Eilish og Kurt Cobain eru ekki augljós …
Lík­ind­in með Bill­ie Eil­ish og Kurt Cobain eru ekki aug­ljós en þó má finna eitt og annað sem þau eiga sam­eig­in­legt. Sam­sett mynd

Það er því eðli­legt að spyrja hvað valdi þess­um ótrú­legu vin­sæld­um. Sjald­an er það bara tón­list­in ein og sér sem nær að vekja at­hygli af þessu tagi á tón­listar­fólki. Á þessu sviði er ímynd­in ekki lítið atriði. Ég man eft­ir fyrsta sam­tal­inu um Eil­ish við ung­ling­inn á heim­il­inu fyr­ir tæpu ári þar sem mér var tjáð að Eil­ish væri þung­lynd. „Já, OK,“ sagði ég og hugsaði með mér að þeir væru nú nokkr­ir ung­ling­arn­ir sem myndu falla í þann flokk á ein­hverj­um tíma­punkti. Og eðli­lega þar sem það er verðugt verk­efni fyr­ir hvern sem er að átta sig á til­ver­unni á þess­um árum.

Teena­ge angst has paid of well,söng Kurt Cobain á In Utero, ann­arri breiðskífu Nir­v­ana, og vísaði í yfirþyrm­andi vin­sæld­ir Neverm­ind. Plöt­unn­ar sem gerði hann að ein­um fræg­asta manni heims við upp­haf tí­unda ára­tug­ar­ins. Eil­ish með grænu stríp­urn­ar sín­ar og kæru­leys­is­legt yf­ir­bragðið er nefni­lega ekki ólík týpa og Cobain var. Þótt hann hafi óneit­an­lega verið reiðari og hrárri og hljóðheim­ur­inn sé gjör­ólík­ur. „I wanna end me,“ syng­ur Eil­ish í smelln­um lág­stemmda „bury a friend“. Sjálf­ur samdi Cobain lagið „I hate myself and want to die“. Yngri kyn­slóðirn­ar eru mik­il­væg­asti hlust­enda­hóp­ur­inn og þær tengja vel við há­drama­tísk­an tón­inn. Einn og sér fer hann ekki langt en þau Cobain og Eil­ish eru og voru bara „með’etta“ eins og ein­hver myndi orða það.

Útsetn­ing­arn­ar á plöt­unni eiga stór­an þátt í vin­sæld­um Eil­ish en bróðir henn­ar Finn­eas O’Conn­ell á stór­an þátt í því. Plat­an er tek­in upp í svefn­her­berg­inu hans í Los Ang­eles þar sem Bill­ie sat á rúm­inu hans á meðan hún söng lög­in inn og bætti við rödd­un­um. Mun erfiðara eða úti­lokað hefði verið að ná fram sömu ná­lægð í tón­list­inni hefðu systkin­in farið í hljóðver til að taka upp.

Plat­an líður al­ger­lega áreynslu­laus í gegn og án til­gerðar þar sem hlust­and­inn fær oft á til­finn­ing­una að Eil­ish sé að hvísla lög­in í eyr­un á hon­um. Og er það ekki það sem þetta snýst allt sam­an um? Að kalla fram til­finn­ing­ar hjá hlust­end­um, skapa teng­ing­ar og augna­blik í hlust­un­inni? Það væri áhuga­vert að sjá hvert hlut­fallið er hjá þeim sem hlusta í heyrn­ar­tól­um eða eyrna­hylkj­um (e. earpods) af þess­um hlust­un­um sem skipta millj­örðum. Þar sem hlust­and­inn er ein­angraður í þess­um hljóðheimi þar sem lág­stemmd smá­atriði fá mikið vægi. Áhersl­an á ná­lægðina er mik­il. Önd­un­in hjá Eil­ish heyr­ist gjarn­an greini­lega og ekki myndu all­ir upp­töku­stjór­ar sem eru van­ari meiri dív­um leyfa smell­un­um í munn­in­um að heyr­ast eins og oft er raun­in. Hljóðblönd­un­in á plöt­unni er ein­fald­lega mikið lista­verk og öll­um hljóðum er fund­inn hár­rétt­ur staður.  

Uppskeran af svefnherbergisupptökunum er ágæt. Billie Eilish Pirate Baird O'Connell …
Upp­sker­an af svefn­her­berg­is­upp­tök­un­um er ágæt. Bill­ie Eil­ish Pira­te Baird O'Conn­ell og Finn­eas Baird O'Conn­ell með Grammy-verðlaun­in sem þau fengu á dög­un­um. AFP

Tækja­búnaður­inn sem þau Eil­ish og O’Conn­ell höfðu til umráða við gerð plöt­unn­ar er til þess að gera fá­brot­inn og ódýr. Eitt­hvað sem flest­ir sem hafa áhuga á að gera tónlist hafa ráð á að eign­ast. Þarna réðu tveir ung­ling­ar ríkj­um og gerðu hlut­ina ná­kvæm­lega eft­ir eig­in höfði og sú til­finn­ing skil­ar sér í tón­list­inni. Þannig hef­ur Eil­ish náð að verða einn af lyk­ill­ista­mönn­um sinn­ar kyn­slóðar.

Í mynd­skeiðinu hér fyr­ir neðan gef­ur Finn­eas inn­sýn í það hvernig þau nálguðust gerð plöt­unn­ar í fá­brotnu svefn­her­berg­inu sínu.   


       

mbl.is