Meiri loðna – en ekki nógu mikil

Næg loðna svo hægt sé að veiða hefur ekki fundist.
Næg loðna svo hægt sé að veiða hefur ekki fundist. mbl.is/Börkur Kjartansson

„Það var meira af loðnu mætt á svæðið fyr­ir norðan,“ sagði Birk­ir Bárðar­son, leiðang­urs­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar við loðnu­leit.

„Hún var vest­an­meg­in og við Kol­beins­eyj­ar­hrygg. Það voru al­veg ágæt­ar torf­ur þarna á ferðinni og hún virðist vera að skríða þarna upp á land­grunnið. Það var ánægju­legt að sjá eitt­hvað nýtt í þessu. Við erum enn að vinna úr gögn­un­um. Þó að það hafi verið þarna all­nokk­ur viðbót telj­um við okk­ur sjá strax að þetta sé ekki nóg til að það verði gef­inn út kvóti byggt á þessu.“

Fimm skip hafa stundað loðnu­leit und­an­farið. Þar af voru þrjú að gera berg­máls­mæl­ing­ar. Þau eru með kvarðaða mæla og var rann­sókn­ar­fólk frá Haf­rann­sókna­stofn­un um borð. Hin tvö voru til leit­ar og vísuðu á hvar þyrfti að mæla. Unnið er að því að sam­eina gögn­in frá mæli­skip­un­um þrem­ur.

Birk­ir sagði að áfram yrði leitað að loðnu. „Það er al­veg ljóst að alla vega Árni Friðriks­son mun halda áfram. Við erum núna á leiðinni aust­ur fyr­ir land og erum að koma okk­ur í stell­ing­ar fyr­ir að hefja leik að nýju,“ sagði Birk­ir.

Fiski­skip sem verða vör við loðnu láta yf­ir­leitt vita. Eins er leitað upp­lýs­inga hjá skip­um á svæðunum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina