DNB hefur sagt upp viðskiptum við Samherja

DNB-bankinn hefur slitið viðskiptasambandi sínu við Samherja.
DNB-bankinn hefur slitið viðskiptasambandi sínu við Samherja. Af vef DNB

Norski bank­inn DNB hef­ur sagt upp viðskipt­um sín­um við Sam­herja. Þetta staðfest­ir Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, í sam­tali við mbl.is.

Norska rík­is­út­varpið NRK greindi fyrst frá þessu í dag og fjallaði einnig um að efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar, Økokrim, rann­sakaði færsl­ur tengd­ar Sam­herja. Frá þessu var fyrst greint í lok nóv­em­ber á síðasta ári en þá birti norska lög­regl­an yf­ir­lýs­ingu þess efn­is í sam­ráði við bank­ann.

Upp­lýs­inga­full­trúi DNB, Even Wester­veld, sagði þá í yf­ir­lýs­ingu að bank­inn hafi verið í góðu sam­starfi við Økokrim og fyrst form­leg rann­sókn væri haf­in gæti bank­inn upp­lýst um allt sem vitað sé um Sam­herja­málið. 

Hann ít­rekaði við það tæki­færi að bank­inn væri ekki grunaður um spill­ingu held­ur Sam­herji.

Von er á viðtali við Björgólf Jó­hanns­son for­stjóra Sam­herja vegna máls­ins hér á mbl.is.

mbl.is