Verðmætið í kringum 36 milljarðar

Íslandsbanki er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins.
Íslandsbanki er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sé litið til arðsemi af starfsemi Íslandsbanka í samhengi við markaðsverð og arðsemi af starfsemi bankastofnana í Evrópu gæti 25% hlutur ríkissjóðs í bankanum selst á 27 til 36 milljarða króna.“ Þetta segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá Capacent. Vitnar hann þar til talna sem hann hefur tekið saman fyrir ViðskiptaMoggann og birtar eru í blaðinu í dag.

Eigið fé bankans stóð í tæpum 178 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs. Bankinn mun birta ársuppgjör sitt fyrir 2019 á morgun, fimmtudag.

„Það er ekki ósennilegt að margfaldarinn í þessum viðskiptum verði á bilinu 0,6-0,8. Miðað við núverandi ávöxtun ætti verðið að vera við neðri mörkin en ég tel líklegra að það endi í efri mörkum og kringum 0,7. Það má t.d. hafa í huga að verðið á Arion banka er rétt undir 0,8 en arðsemi síðustu 12 mánaða hefur verið um 3%. Þá er eiginfjárstaða Íslandsbanka sterk, sem ætti að hækka verðið,“ segir Snorri.

Meira um málið er hægt að lesa í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: