Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegri íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er alin upp í húsinu sem hún býr í. Hún byrjaði á því að kaupa eina íbúð og svo keypti hún aðra og sameinaði í eina stærri.
Halla segir að hún eigi afskaplega erfitt með að kaupa nýja hluti. Hennar stærsta áskorun er alltaf að blanda nýju við gamalt.
„Ég kaupi ekki mikið nýtt og nota það sem ég hef,“ segir Halla í Heimilislífi. Hún játar líka að hún eigi erfitt með að finna það sem hana langi í.
„Ég er ekki að vinna með að allt þurfi að vera fullkomið,“ segir hún.
Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir HönnunarMars sem verður haldinn 25. -29. mars.